Aðalfundur 26/2
- Stjórn

- 12 minutes ago
- 1 min read

Boðað er til aðalfundar Kayakklúbbsins fimmtudaginn 26. febrúar 2026. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl. 20:00.
Dagskrá verður í samræmi við lög klúbbsins.
Samkvæmt 6. grein laga Kayakklúbbsins skulu tillögur að lagabreytingum og önnur málefni, sem krefjast atkvæðagreiðslu og félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum, berast stjórn félagsins minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.
Við hvetjum áhugasamt félagafólk til að hafa samband við stjórn ef það vill bjóða sig fram til stjórnar eða taka þátt í verkefnum klúbbsins, svo sem að starfa í nefndum.
Stjórnin.


