Nýskráning í klúbbinn er gerð hér í kerfi Abler. Sjá einnig nánari upplýsingar í valmyndinni undir "Nýliðar".
Aðsetur klúbbsins er við suðurenda eiðisins út á Geldinganes í Grafarvoginum.
Þar er klúbbaðstaðan okkar og bátageymsla staðsett og þaðan eru farnir hinir vikulegu klúbbróðrar.
Sumartími: Maí - September
Fimmtudaga kl 18:30
Vetrartími: Október-Apríl
Laugardaga kl 09:30
Sundlaugaræfingar eru á sunnudögum á veturna.
Nánari upplýsingar má finna í dagskránni hér á vefnum eða í Abler.
Kaykaklúbburinn býður upp á bátageymslu til leigu fyrir kayaka klúbbmeðlima í Geldinganesi.
Árgjald fyrir geymslu á sjókayak er 13.000 kr.
Nánari upplýsingar má finna í valmyndinni undir "Aðstaða".
Athugið að greiða þarf árgjald klúbbsins til að tryggja rétt á geymslu.
Alla þá sem hafa dálæti á kayakróðri á sjó, vötnum og straumám. Sama hvort þú ert á sjókayak, Sit on Top, surfskíði eða straumkayak.
Fyrir þá sem vilja róa í frábærum félagsskap um sundin blá og eru orðnir 18 ára.
Æskilegt er að hafa lokið byrjendanámskeiði og farið í nýliðaróður áður en mætt er í félagsróður.
Ef það er hvorki byrjendanámskeið né nýliðaróður í boði þá hvetjum við þig að hafa samband við okkur.
Árgjaldið er 8.000 kr.
Gjaldið er innheimt á vorin en nýir meðlimir greiða við inngöngu í klúbbinn.
Kayakklúbburinn lánar báta til meðlima til afnota í félagsróðrum.
Einnig er hægt að fá lánaða árar, svuntur og eitthvað er til að af blautgöllum og vatnsheldum toppum.
Búnaðurinn er hugsaður fyrir byrjendur og við hvetjum þá sem vilja stunda sportið til að koma sér upp eigin búnaði með tíma og ástundun.
Þú getur fengið aðgang ef þú leigir geymslupláss eða ef þú hefur verið meðlimur í klúbbnum í a.m.k. 1 ár.
Nánari upplýsingar má finna í valmyndinni undir "Aðstaða".
Þú getur sent okkur spjallskilaboð eða tölvupóst með því að smella á hlekkina neðst á síðunni.
Kayakklúbburinn er einnig með Facebook síðu þar sem hægt er að senda fyrirspurnir sem yfirleitt er svarað hratt og örugglega.
