Umgengnisreglur
Öllum félögum er skylt að ganga vel um aðstöðu og eigur klúbbsins. Umgengnisreglurnar hér fyrir neðan ættu allir að kunna og fara eftir til að hjálpa til við að halda aðstöðunni snyrtilegri og búnaði klúbbsins í góðu lagi.
Leiðbeiningar um umgengni aðstöðu Kayakklúbbsins
-
Lágmarka skal sandburð inn í aðstöðuna með því að skola það mesta af sér fyrir utan á plani/palli.
-
Ekki nota búningsklefa né félagsaðstöðu sem geymslu fyrir þinn eigin búnað utan róðratíma.
-
Passa að ofnar í búningsklefum séu stilltir m.t.t. útihitastigs.
-
Skrúfa fyrir vatnið í sturtugám með krönunum (vatnsinntak í vegg) en ekki bara á vatnsbyssunum (þær geta gefið sig).
-
Sópa/skafa bleytu af gólfi í kaffigámnum séð það blautt eða óhreint.
-
Spúla annað slagið út úr aðstöðugámunum og pallinn.
-
Opna hurðir á sturtugámnum ef vatn hefur safnast saman inni við sturturnar.
-
Passa að slökkva ljósin og að allar hurðir séu læstar áður en heim er haldið, útihurðin, klúbbbáta- og aðrar bátageymsluhurðir.
Aðstaða Kayakklúbbsins er félagsaðstaða okkar allra.
Hjálpumst við að halda henni eins snyrtilegri og hægt er.
Skildu við aðstöðuna eins og þú vilt koma að henni
Umgengnisreglur báta og búnaðar klúbbsins
-
Notkun báta í eigu klúbbsins er alfarið á ábyrgð þess sem fær búnaðinn að láni.
-
Ekki er heimilt að nota báta eða búnað klúbbsins nema í róðrum frá Geldinganesi. Í vissum tilfellum getur stjórn heimilað notkun klúbbbáta og búnaðar í ferðir og annað utan Geldinganess.
-
Bátarnir eru fyrir fólk sem er að taka sín fyrstu skref í róðri og prófa sig áfram í íþróttinni. Ekki er ætlast til þess að ræðarar séu „áskrifendur“ af bátunum. Ef eftirspurn er meiri en framboð þá gildir það almennt að „nýtt“ fólk hefur forgang framyfir þá sem hafa áður mætt í róðra.
-
Þeir félagar sem bjóða óvönum ræðurum með sér á sjó á klúbbbát skulu hafa til þess færni og þekkingu.
-
Eftir notkun skal skola bátana vel, þurrka mesta vatnið úr bátum og setja á sinn stað í búnaðarbátagámnum. Æskilegt er að taka lúgur af klúbbbátunum og skilja þær eftir opnar.
-
Skola skal vesti, toppa og annan búnað í eigu klúbbsins vel eftir notkun og hengja til þerris eftir skolun.
Skildu við bát og búnað eins og þú vilt koma að honum
Umgengnisreglur bátageymslu
-
Ekki er heimilt að geyma annað en báta í gámunum, nema það sé ofan í þeim.
-
Ef geymdar eru árar með bát skulu þær vera festar tryggilega við bátana en ekki lausar.
-
Bátur skal vera hreinn þegar hann er settur í gám. Spúla skal af þeim sjó og sand og líka af botni bátsins. Sá sem er með bát í rekka fyrir neðan þinn á að geta tekið sinn bát út hreinan en ekki útataðan í sandi af þínum bát.
-
Bátur skal vera staðsettur í plássi merkt sínum eiganda. Bannað er að færa til báta milli plássa nema með leyfi húsnæðisnefndar.
-
Tryggja skal að gámar sé læstir og lykli ávallt skilað á réttan stað í lyklakassa
