Lykla- og aðgengismál Geldinganesi
Í Geldinganesi er innhringikerfi á farsímanetinu þar sem notandinn hringir í ákveðið símanúmer til þess að opna hurðina á kaffigámnum.
Það opnar læsinguna í 5 sek. Í gráum lyklakassa við rafmagnstöfluna í horninu, rétt innan við dyrnar til hægri, þegar menn ganga inn eru lyklar merkir öllum gámum. Þessum lyklum þarf að skila á sinn stað áður en menn halda á sjó þannig að þeir séu klárir fyrir næsta félaga sem mætir til róðurs eða kemur að landi meðan viðkomandi er á sjó. Síðasti maður sem yfirgefur svæðið þarf einnig að passa að hurðin sé örugglega læst, ágætt að staðfesta það með því að taka í húninn.
Allir félagsmenn með kayak í geymslu eða félagsmenn á sínu öðru félagsári geta óskað eftir að fá símanúmerið sitt skráð í kerfið með því að fylla út formið hér fyrir neðan.

