top of page

Þekkir þú bátana ?

  • Writer: Húsnæðisnefnd
    Húsnæðisnefnd
  • Aug 29
  • 1 min read

Húsnæðisnefnd óskar eftir upplýsingum um nokkra sjókayaka í geymslugámunum í Geldinganesi.Ef þú kannast við bátana á þessari mynd eða veist hverjir eigendur þeirra eru þá vinsamlegast sendu okkur línu á hus@kayakklubburinn.is.

Jafnframt viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

1. Það er allra hagur að skráningar báta í geymslu séu réttar. Ef þú skiptir um bát í plássinu þínu þá væri frábært að fá tilkynningu um það á hus@kayakklubburinn.is og taka þá fram hvaða bát þú skiptir út, tegund og lit nýja bátsins. Einnig ef þú ert með fleiri en einn bát í geymslu og víxlar þeim milli plássa til langframa þá væri gott að vita af því.

2. Tómt pláss jafnvel í vikur/mánuði þýðir ekki endilega að plássið sé laust. Bannað er að færa báta milli plássa nema með leyfi. Nýbúið er að uppfæra blöðin innan á hurð gámanna en þar kemur skýrt fram hver á hvaða pláss. Allar óskir um tilfærslu báta, ný pláss eða uppsagnir skal senda á hus@kayakklubburinn.is

Með von um jákvæð viðbrögðnefndin


ree

Recent Posts

See All
Aðgangsmál

Nú er búið að endurnýja búnaðinn fyrir hurðaopnunina á aðstöðunni okkar í Geldinganesi. Nýi búnaðurinn styður VoLTE yfir 4G, en sá eldri studdi bara 2G/3G farsímakerfin sem verða lögð niður á næstunni

 
 
bottom of page