Kajakklúbburinn
Sviði á Álftanesi heitir eftir landnámsmanninum
Sviða sem bjó á Sviðsholti á Álftanesi,
næsti nágranni Vífils á Vífilsstöðum. Við
félagarnir höfum heyrt frá elstu mönnum á
Álftanesi (nú horfnir yfir móðuna miklu) að
Sviði hafi tekið smákrók til Gænlands á
leiðinni hingað og keypt forláta húðkeip
sem hann lék sér á í tómri gleði
yfir landinu nýja. Reyni einhver að afsanna þessa
sögu önsum við því í öngvu og
látum sem ekkert sé.
Sviði er nýr kajakklúbbur stofnaður 2005 sem nýtur velvildar í bæjarfélaginu sem hefur stutt okkur með myndarlegu fjárframlagi til kaupa á búnaði og afnot af sundlauginni til æfinga.
Við viljum gjarnan auka við flóruna í kajakkeppnum og endurlífga Bessastaðabikarinn með okkar lagi. Leiðin er ca. 12 km, þar sem þarf að takast á við strauma og fjölbreyttar aðstæður
Tíminn (þ.þ 25. ág. 12:00) er valinn v. sjávarfalla. Í ár er smástreymt á keppnisdag og ófæert inn í Skógtjörn um strauminn.