Hér er staðan í Íslandsmeistara straumkayaka, einnig birt án ábyrgðar. Fékk þetta hjá Jóni Skírni, þannig að líklega er þetta nú alveg pottþétt og óumdeilanlegt.
Hér er staðan í Íslandsmeistara straumkayaka, einnig birt án ábyrgðar. Fékk þetta hjá Jóni Skírni, þannig að líklega er þetta nú alveg pottþétt og óumdeilanlegt.
Búinn að taka saman úrslitin úr keppnunum þremur sem fram hafa farið í sumar og telja til Íslandsmeistara. Þetta er semsé staðan núna þegar Hvammsvíkurmaraþonið er eitt eftir. Birt án ábyrgðar, en endilega sendið inn athugasemdir ef þið sjáið villur ...
Keppni frestað til sunnudags og þá ræst kl. 10 frá Hvammsvík og endað við Geldinganesið milli tvö og þrjú. Mæting kl 9 í Hvammsvík ! Hvammsvíkurmaraþon verður haldið enn og aftur næstkomandi laugardag þann 1 september. Ræst verður klukkan 10 stundvíslega frá aðstöðunni við Geldinganes og verður keppnisfyrirkomulag með hefðbundnu sniði. Það eru tvö 5 mínútna skyldustopp á leiðinni þar sem boðið er upp á einhverja hressingu. Fyrra skyldustopp er fyrir neðan svínabúið í Brautarholti og það seinna við vitann á Eyri. Keppt verður í karla og kvennaflokki og verða allir ræstir út samtímis. Einn eða tveir fylgdarbátar verða með hópnum, en menn verða þó að vera talsvert sjálfbjarga. Þáttökugjald er kr 1500 og fá menn afhent neyðarblys við skráningu. Skráning hefst kl 9 að morgni keppnisdags.
Ath að veður og vindar gætu sett strik í reikninginn, þannig að menn eru beðnir að fylgjast vel með á síðunni og korkinum.