Ég vil bara minna á gamlársróður sjókayakliðsins á gamlársdag.Straumkayakfólk er eitthvað farið að vakna úr dvala, fylgist með ferðum hjá þeim á korkinum.
Ég vil svo mynna ykkur á flugeldasölu björgunasveitanna. Landsbjörg hefur stutt okkur í gegnum tíðina og nú er komið að okkur að launa greiðann.
Svo set ég aftur inn myndina af Gullfossi, núna ætti hún að sjást í öllum vöfrum.
Í kvöld, 28. des., var kjörinn íþróttamaður ársins. Siglingasambandið og Kayakmenn útnefndu til þess kjörs Harald Njálsson í flokki kayakræðara.
Ég vil byrja á að biðjast fyrirgefningar á því að hafa núna tvisvar í röð sent póst á klúbbfélaga með því að setja netföngin í "to" í staðin fyrir "bcc".