Sundlaugaræfingar klúbbsins eru haldnar á veturna, frá október fram í apríl, og fara þær fram í innilauginni í Laugardalslaug.

Æfingarnar eru haldnar á sunnudögum á milli klukkan 16:00 og 18:00.  Þangað eru allir félagar klúbbsins velkomnir.  Frítt er fyrir félaga klúbbsins, ef þeir taka fram í afgreiðslu sundlaugarinnar að þeir séu að fara á kayakæfingu.

Á sundlaugar æfingum klúbbsins fer vanalega ekki fram nein skipulögð dagskrá.  Æfingarnar eru hugsaðar til þess að félagar geti hist, æft róðartækni, félagabjarganir og veltu eða bara leikið sér og spjallað.  Stundum er spilað kayakpóló á sundlaugaræfingum og það vantar alltaf fólk í leikinn.

Hægt er að fá lánaða báta, árar og svuntur á sundlaugaræfingunum.  Einnig getur fólk mætt með sinn eigin búnað.  Mælst er til þess að þeir bátar og sá búnaður sem fer í laugina sé hreinn.  Ef fólk vill koma með sína eigin báta þarf að fara með bátana að inngangi innilaugarinnar næst World class.  Svo er ætlast til að fara aftur út til baka og gegnum afgreiðslu laugarinnar að búningsaðstöðu.