Lykill www.theromancefiles.com/

Húsnæðisnefnd hefur ákveðið að leggja niður flögu aðgangskerfið. Þetta system hefur reynst klúbbnum dýrt í rekstri, fögurnar dýrar og erfitt að hafa kontrol á hverjir eru með flögur. Reiknað er með að þetta verði óvirkjað í byrjun maí 2014.

Nýja kerfið er innhringikerfi, notandinn hringir í símanúmer (sem er gjaldfrjálst).

Það opnar læsinguna á hurðinni í kaffigámnum í 5-10 sek.  Í gráum lyklakassa við rafmagnstöfluna í horninu, rétt innan við dyrnar til hægri, þegar menn ganga inn eru lyklar merkir öllum gámum.  Þessum lyklum þarf að skila á sinn stað áður en menn halda á sjó þannig að þeir séu klárir fyrir næsta félaga sem mætir til róðurs eða kemur að landi meðan viðkomandi er á sjó.

Til að innhringiaðgangurinn virki þarf að skrá símanúmerið þitt í innhringistöðina. Það fæst gert með því að senda póst á geldinganes(hja)gmail.com eða oimsland(hja)gmail.com með upplýsingum um nafn og símanúmer.  Þegar skráningu er lokið fær viðkomandi sendan tölvupóst því til staðfestingar ásamt númerinu af lyklaskápnum en hann skal ávalt læstur og áríðandi að menn tryggi að svo sé þegar menn hafa gengið frá lyklum. 

Allir félagsmenn með kayak í geymsluhólfi eða félagsmenn á sínu öðru félagsári geta óskað eftir að fá símanúmerið sitt skráð.

Þetta kerfi stuðlar að öryggi félagsmanna á sjó.
Menn fara ekki á sjó án síma og þurfa að vera með hlaðna síma.
Menn eiga helst ekki að vera einir á sjó og líkurnar að tveir verið batterílausir eru hverfandi.
Bregðist allt þetta eru oftast einverjir hundaeigendur í fjörunni sem hægt er að fá að hringja hjá í einhvern félaga sem er með aðgang á fá hann til að hringja í stöðina og opna.
Klikki allt þetta þarf að hringja í einhvern meðlim húsnæðisnefndar og biðja um aðstoð og hann brunar til þín og reddar málunum með bros á vör.

Róðrarkveðja húsnæðisnefnd