Miðvikudaginn 21.mars verður haldinn fyrirlestur um ofkælingu í húsi ÍSÍ í Laugardal. Fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00 og er í fundarherbergi á 3ju hæð. Fyrirlesari verður Mikael R. Ólafsson sjúkraflutningarmaður, kafari og björgunarsveitamaður með meiru. Félagar eru hvattir til að fjölmenna enda er þetta umræðuefni sem við þurfum að kunna skil á.
Sundlaugaræfing sem vera átti næstkomandi sunnudag 18. mars fellur niður vegna stórmóts í sundi. Í staðinn er um að gera að mæta í sjóróður á laugardagsmorguninn kl. 10 (mæting 9.30). Og svo er aldrei að vita nema straumfólk fari að vakna úr vetrardvalanum, fylgist með á korkinum!