Skotvís boðar félagsmenn sína og SAMÚT á fund um þjóðlendumál í Iðnó á fimmtudagin 15.02.07 klukkan 12:00
Skotvís boðar félagsmenn sína og SAMÚT á fund um þjóðlendumál í Iðnó á fimmtudagin 15.02.07 klukkan 12:00
Ársskýrsla Kayakklúbbsins er komin á netið á .pdf formi. Skýrslan er undir tenglunum "Klúbburinn - Stjórn".
Þá er árshátíð yfirstaðin og helstu úrslit komin í hús. Veitt voru verðlaun fyrir Sjó- og straumkayak fólk ársins. Þessi verðlaun eru veitt þeim einstaklingum sem skarað hafa fram úr í félagsstarfi á árinu. Veitt var viðurkenning fyrir ástundun frá Geldingarnesi. Þetta árið var baráttan ekki hörð og augljóst hver eyðir minstum tíma heima hjá sér að taka til. Einnig var ármaðurinn valinn að vanda. Ármaðurinn eru skammarverðlaun straumkayakfólks og er sá heiður veittur þeim sem átti afglap ársins.