ImageEndurskinsmerki og Strobeljós

Við erum síðan á aðalfundinum um daginn búnir að vera í sambandi við Landsbjörgu og Landhelgisgæsluna, varðandi öryggismál kayakræðara.  Það er verið að skoða ýmis mál þessu tengd en þó kom fram hjá Landhelgisgæslunni mjög ákveðin ósk um að eftirfarandi væri í lagi. Og því vil ég koma þessu á framfæri strax því það er ekki eftir neinu að bíða hjá okkur með að lagfæra þetta.   Björgunarvestin hjá okkur flestum eru ágætlega útbúin af endurskinsmerkjum en ég held að víðast sé pottur brotinn hvað Strobeljósin  varðar.  Ég held að við ættum líka að setja endurskinsmerki á bátana okkar til að þeir sjáist betur bæði þegar lýst er á þá og eins í sólskini.

Ég læt hér fylgja útdrátt úr bréfi sem mér barst frá gæslunni varðandi þetta málefni þar eru tíundaðir nokkrir staðir þar sem má nálgast þetta.  

meira um strobljós ;-)   .... og þau eru það ódýr að það er sko engin afsökun að eiga þau ekki ;-)
Landhelgisgæslan hefur keypt sínar öryggisvörur undanfarið  hjá Viking Gúmmíbátaþjónustan í Hafnarfirði, Hvaleyrarbraut 27.  Svona ljós ættu að vera fáanleg hjá Ellingsen líka. Það eru margir framleiðendur af þessu.  Ég prófaði að slá inn Marine Strobe Lights á Google og fékk upp margar heimasíður framleiðenda. Þau ljós sem ég er að tala um eru með ólum og frönskum rennilás þannig að hægt er að vefja þeim um handlegg. Svo var starfsmaðurinn okkar sem sér um köfunarmálin hjá LHG að segja mér að Köfunarskólinn sem starfræktur er í gamla SVFÍ húsinu á Grandagarði selji 3 mismunandi tegundir af ljósum.  Þau kosta eitthvað rúmlega 3 þúsund krónur stykkið.  Vona að þessar upplýsingar komi þér eitthvað á sporið

.