ImageÍ kvöld, 28. des., var kjörinn íþróttamaður ársins. Siglingasambandið og Kayakmenn útnefndu til þess kjörs Harald Njálsson í flokki kayakræðara.

Haraldur Njálsson náði þeim árangri á árinu 2006 að verða Íslandsmeistari í flokki sjókayakróðri karla og í þriðja sæti í Íslandsmeistaramóti í flokki staumkayakróðri karla. Þetta er einstakur árangur í sögu Íslandsmeistaramóts í kayakróðri. Fyrir utan afburða árangur í keppnum ársins hefur Haraldur unnið ötullega að uppbyggingu Kayakklúbbsins og tekið þátt í að þróa íþróttina áfram á Íslandi.