ImageÉg vil byrja á að biðjast fyrirgefningar á því að hafa núna tvisvar í röð sent póst á klúbbfélaga með því að setja netföngin í "to" í staðin fyrir "bcc".

Ég vil bara minna á fyrstu sundlaugaræfingu ársins. Hún verður haldin á sunnudagin kemur, 7 jan. klukkan 17:00 í innilaugini í Laugardalnum. Það er frítt fyrir félaga í Kayakklúbbnum á æfingarnar, aðrir borga bara venjulegan aðgangseyri í laugina. Það má koma með sinn eigin bát. Þá er farið með bátinn inn um brúnt hlið austanmegin við gömlu stúkuna, á milli stúkunnar og tjaldsvæðisins. Það má labba með bátana framhjá nýja æfingarsalnum og upp að innganginum að innilauginni, svo þarf að fara til baka, í gegnum afgreiðsluna, sturtu og ná svo í bátinn og byrja að busla. Ef þið viljið þá getið þið líka fengið báta og búnað lánaðan hjá okkur.

Hvað er gert á sundlaugaræfingum heyri ég ykkur spyrja. Á sundlaugaræfingum hittist fólk og kynnist nýju fólki, æfir grunn kayak tök s.s. róður og bjarganir og við spilum póló.

Kv
Jón Skírnir