

Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi hefur eins og margir vita verið okkur til aðstoðar í keppnum undanfarin ár. Nú er hægt að launa þeim greiðana með því að kaupa af þeim rakettur og púðurkerlingar fyrir áramótin.
Kayaknámskeið á vegum Kayakklúbbsins verða haldin helgina 26-27 janúar í innilauginni í Laugardalnum. Tilvalið fyrir þá sem eru að byrja í sportinu eða þá sem hafa róið eitthvað en langar að læra veltuna við heimsklassa aðstæður hjá reyndum ræðurum.