Um síðustu helgi fór fram kappróður í Tungufljótinu. Að þessu sinni var keppt í boater cross, þar sem 3-6 ræðarar réru ákveðna braut í einu. 15 keppendur voru mættir til leiks, 3 í kvennaflokki og 12 í karla. Keppt var í 3 riðlum karla og 1 kvenna, úrslit í karlaflokki réðust svo í 6 manna úrslitariðli. Einnig var keppt í rafting crossi þar sem 3 þriggja manna áhafnir keptu á röftum í brautinni í einu. Ég á engar myndir frá keppninni en kvet þá sem voru að taka myndir að smella þeim endilega inn á netið hið snarasta.
Þetta var þriðja mót straumkayakmanna sem gildir til Íslandsmeistara og einungis er eitt mót eftir.