Hjól - Róður - Fjallganga
Nýr
dagskrárliður með alhiða og hæfilegri áreynslu! Veðurspáin fyrir
sunnudaginn er góð. Mæting er fyrst með hjólin við brúna yfir
Elliðaárnar við Geirsnef kl. 9.00 og hjólað í Geldinganes.
Kl. ca. 10.00 - 10.30 er róið úr Geldinganesi inn í Kollafjörð. Mæta má beint í Geldinganesið og jafnvel Kollafjörðinn.
Kl.
ca. 11.30 - 12.00 verður gengið á Esjuna og má gera ráð fyrir að gangan
taki allt að 3 klst. með öllu (upp, niður, skipta um föt og næra sig).
Kl. ca. 14.30-15.00 verður róið til baka í Geldinganes og kl. ca. 15.30 - 16.30 er komið í land þar.
Þríþraut sunnudaginn 10. júní 2007