Bessastaðabikarinn
Nú er að líða að hinum skemmtilega Bessastaðabikar. Ræsing laugardaginn 21. júní kl. 09:45. Þetta er hæfilega löng keppni, 12 km róður, og róðrarleiðin er afar skemmtileg. Nánari lýsingu má sjá með því að smella hér að neðan.
Bessastaðabikarinn
Nú er að líða að hinum skemmtilega Bessastaðabikar. Ræsing laugardaginn 21. júní kl. 09:45. Þetta er hæfilega löng keppni, 12 km róður, og róðrarleiðin er afar skemmtileg. Nánari lýsingu má sjá með því að smella hér að neðan.
Það verður standandi fjör hjá sjókayakfólki alla helgina í Reykjanesi í Djúpinu. Straumendurnar ætla einnig að fara í sína fyrstu ferð þetta sumarið og er stefnan sett í Ytri-Rangá á laugardeginum. Nánar um þessar ferðir hér að neðan.
Fínt gistitilboð í Reykjanesi þessa helgi, sjá nánar á korkinum eða beint hér
Góða kayakhelgi !
Keppt var um Reykjavíkurbikarinn við ágætar aðstæður í dag. Norðangola gerði það að verkum að nokkur alda var fyrir norðan Geldinganes sem gerði þetta bara þeim mun skemmtilegra. Myndir af öllum keppendum ásamt tímum má finna á hér og úrslitin með því að smella hér . Þetta tókst í alla staði ágætlega og allir voru leystir út með pylsum og ropvatni áður en heim var farið.