Útlendingar koma ekki bara til Íslands til þess að róa allan hringinn. Sumarið 2008 reri þýski tannlæknirinn Martin einsamall frá Húsavík og eitthvað suður fyrir Neskaupsstað. Róðurinn tók um þrjár vikur og var hinn skemmtilegasti að sögn Martins. Hann lenti í ýmsu á leiðinni eins og gengur. Honum krossbrá til dæmis þegar hvalur kíkti upp úr dimmri þoku á Skjálfanda og blés í um 30 metra fjarlægð frá bátnum og eitt sinn gerði hann þau illþefjandi mistök að reyna lendingu skammt frá þeim stað sem bóndi nokkur notaði til að sturta taði (eða var það eitthvað verra?) í sjóinn. Martin tók þátt í sjókayakferðinni frá Ólafsvík til Grenivíkur (sem átti að ljúka í Húsavík) og því kannast allnokkrir kayakmenn við manninn. Ferðasögu sem hann sendi okkur nú í vor er að finna á vef Kayakklúbbsins – ferðasögur. Ferðasaga að norðan og austan
Útlendingar koma ekki bara til Íslands til þess að róa allan hringinn. Sumarið 2008 reri þýski tannlæknirinn Martin einsamall frá Húsavík og eitthvað suður fyrir Neskaupsstað. Róðurinn tók um þrjár vikur og var hinn skemmtilegasti að sögn Martins. Hann lenti í ýmsu á leiðinni eins og gengur. Honum krossbrá til dæmis þegar hvalur kíkti upp úr dimmri þoku á Skjálfanda og blés í um 30 metra fjarlægð frá bátnum og eitt sinn gerði hann þau illþefjandi mistök að reyna lendingu skammt frá þeim stað sem bóndi nokkur notaði til að sturta taði (eða var það eitthvað verra?) í sjóinn. Martin tók þátt í sjókayakferðinni frá Ólafsvík til Grenivíkur (sem átti að ljúka í Húsavík) og því kannast allnokkrir kayakmenn við manninn. Ferðasögu sem hann sendi okkur nú í vor er að finna á vef Kayakklúbbsins – ferðasögur.
Íslandsmeistarar 2008 í kayakróðri, karla og kvenna, straum og sjó, verða krýndir á uppskeruhátíðinni laugardagskvöldið 27. sept í Kafarahúsinu Nauthólsvík.
Endanleg úrslit í sjókayakkeppni karla réðust á laugardag í tíunda Hvammsvíkurmaraþoninu. Ólafur Einarsson innsiglaði Íslandsmeistaratign sína þegar hann náði jafntefli við Örlyg Stein á allra síðustu metrunum. Samkvæmt bráðabirgðaákvörðun keppnisnefndar fær hvor um sig 90 stig fyrir maraþonið (100+80/2). Með því að vera fyrstur í mark á laugardag náði Örlygur 2. sæti en Ásgeir Páll hreppti brons í Íslandsmeistarakeppninni. Keppendur í Hvammsvíkurmaraþoni voru átta. Töluverð ólga var fyrir Kjalarnesi og hrjáði sjóveiki svo einn keppanda að hann neyddist til að fá aðstoð hjá hjálparbát. Þar með verður tími hans ekki formlega skráður - heldur fylgir með innan sviga - en afrek hans er engu minna. Úrslit í Hvammsvíkurmaraþoninu og heildarúrslit í Íslandsmeistarakeppninni eru hér að neðan.