ImageÍslandsmeistarar 2008 í kayakróðri, karla og kvenna, straum og sjó, verða krýndir á uppskeruhátíðinni laugardagskvöldið 27. sept í Kafarahúsinu Nauthólsvík.

Íslandsmeistari kvenna, sjókayak: Elín Marta Eiríksdóttir

Íslandsmeistari karla, sjókayak: Ólafur Einarsson

Íslandsmeistari kvenna, straumkayak: Tinna Sigurðardóttir

Íslandsmeistari karla, straumkayak: Stefán Karl Sævarsson

Allt kayakfólk er hvatt til að mæta á uppskeruhátíðina á laugardagskvöldinu, mæting um áttaleytið.   Fyrir utan verðlaunaafhendinguna verður boðið upp á kayakvideosýningu og jafnvel eitthvað fleira fram eftir kvöldi.  Um að gera að grípa með sér einhver drykkjarföng og ná upp smá uppskerustemningu ...Tongue out

Nánar um úrslitin 2008 með því að smella á "read more" 

 
Íslandsmeistari karla á sjókayak 2008
Ólafur Einarsson 
2. sæti Örlygur Steinn Sigurjónsson
3. sæti Ásgeir Páll Gústafsson

Íslandsmeistari kvenna á sjókayak 2008*
Elín Marta Eiríksdóttir
2. sæti Rita Hvönn Traustadóttir

 *Elín og Rita hafa reyndar jafnmörg stig eða 100. Það er á hinn bóginn ljóst að aðeins er hægt að krýna einn Íslandsmeistara. Þegar stig eru jöfn að loknum öllum sjókayakkeppnum eru úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni látin ráða þar sem maraþonið er erfiðasta keppni sumarsins. Að þessu sinni tók engin kona þátt í maraþoninu og því vandaðist málið nokkuð fyrir keppnisnefndina. Eftir töluverða umhugsun var ákveðið að láta lengri og erfiðari keppnina ráða úrslitum. Þar sem Elín Marta vann Bessastaðabikarinn hefur þar af leiðandi verið úrskurðað að Íslandsmeistaratitillinn sé hennar. Sú ákvörðun er í samræmi við þann anda sem er í fyrrnefndri reglu um að Hvammsvíkurmaraþonið skuli ráða úrslitum, séu keppendur jafnir að stigum að öðru leyti. 

Íslandsmeistari karla á straumkayak 2008
Stefán Karl Sævarsson
2.-3. sæti Jón Heiðar Rúnarsson
2.-3. sæti Haraldur Njálsson
Íslandsmeistari kvenna á straumkayak 2008
Tinna Sigurðardóttir
2. sæti Anna Lára Steingrímsdóttir
3. sæti Elín Eiríksdóttir


Heildarúrslit í sjókayakkeppninni hafa þegar verið birt en hér koma úrslit úr straumnum:

Elliðaárródeo
Karlaflokkur
1. sæti Stefán Karl Sævarsson 100 stig
Kvennaflokkur
1. sæti Anna Lára Steingrímsdóttir 100 stig
Tungufljótskappróður
Karlaflokkur
1. sæti Jón Heiðar Rúnarsson 100 stig
2. sæti Alli Möller 80 stig
3. sæti Garðar Sigurjónsson 60 stig
Kvennaflokkur
1. sæti Tinna Sigurðardóttir 100 stig
Haustródeó
Karlaflokkur
1. sæti Haraldur Njálsson 100 stig
2. sæti Stefán Karl Sævarsson 80 stig
Kvennaflokkur
1. sæti Tinna Sigurðardóttir 100 stig
2. sæti Elín Eiríksdóttir 80 stig

Íslandsmeistari á straumkayak 2008 karlaflokkur - heildarstig
Stefán Karl Sævarsson 180
2.-3. sæti Jón Heiðar Rúnarsson 100
2.-3. sæti Haraldur Njálsson 100
Íslandsmeistari á straumkayak 2008 kvennaflokkur - heildarstig
Tinna Sigurðardóttir 200
2. sæti Anna Lára Steingrímsdóttir 100
3. sæti Elín Marta Eiríksdóttir 80