Endanleg úrslit í sjókayakkeppni karla réðust á laugardag í tíunda Hvammsvíkurmaraþoninu. Ólafur Einarsson innsiglaði Íslandsmeistaratign sína þegar hann náði jafntefli við Örlyg Stein á allra síðustu metrunum. Samkvæmt bráðabirgðaákvörðun keppnisnefndar fær hvor um sig 90 stig fyrir maraþonið (100+80/2). Með því að vera fyrstur í mark á laugardag náði Örlygur 2. sæti en Ásgeir Páll hreppti brons í Íslandsmeistarakeppninni. Keppendur í Hvammsvíkurmaraþoni voru átta. Töluverð ólga var fyrir Kjalarnesi og hrjáði sjóveiki svo einn keppanda að hann neyddist til að fá aðstoð hjá hjálparbát. Þar með verður tími hans ekki formlega skráður - heldur fylgir með innan sviga - en afrek hans er engu minna. Úrslit í Hvammsvíkurmaraþoninu og heildarúrslit í Íslandsmeistarakeppninni eru hér að neðan.
Staðan í kvennaflokki er óbreytt, Rita Hvönn Traustadóttir og Elín Marta Eiríksdóttir eru stigahæstar og jafnar. Áróra Gústafsdóttir varð í þriðja sæti.
Von er á lokaúrslitum í straumkayakróðri innan tíðar.