Sprettkeppnin á Norðfirði var æsispennandi og aðeins sjónarmunur á Ólafi B. Einarssyni og Þorsteini Sigurlaugssyni. Ólafur trónir nú einn á toppi kayakdeildarinnar með 180 stig en í 2. sæti er Haraldur Njálsson með 100 stig. Með sprettinum um helgina skaust Þorsteinn Sigurlaugsson upp í 3. sæti. Rétt er að minna á að aðeins tvö mót eru að baki og því hægur vandi að velta efstu mönnum úr sessi fyrir sumarlok. Næsta keppni á sjókayak er Bessastaðabikarinn 20. júní. Viku síðar, 27. júní, er komið að hinum geysisvala Tungufljótskappróðri hjá straumkayakmönnum.
Minnum á hina feykivinsælu og bráðskemmtilegu félagsróðra sem eru farnir öll fimmtudagskvöld. Mæting kl. 19:30 og róið af stað stundvíslega kl. 20. Þarna er kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn að mæta og róa í góðum félagsskap reyndra ræðara og nýliða í bland. Nánari upplýsingar um félagsróðrana og ýmislegt gagnlegt fyrir nýliða er að finna undir "Klúbburinn" - "Til Nýliða"