Hér fyrir neðan fylgja úrslit á Suðureyri og upplýsingar um stöðuna í Íslandsmótinu.
Heiða sigurstrangleg - úrslit frá Suðureyri og staðan
Hilmar, Erlingur, Halldór. Mynd: Dóri
Hér fyrir neðan kemur fram að Ólafur B. Einarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sjókayakróðri karla með sigri á Suðureyri um helgina en í sömu keppni læsti Heiða Jónsdóttir klónum í Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki. Hún er nú með 180 stig, 80 stigum fleiri en harðvítugir keppinautar hennar í 2.-3. sæti. Miðað við útreikninga keppnisnefndar þarf Heiða aðeins að tryggja sér 21 stig í Hvammsvíkurmaraþoninu til að landa titlinum. Hún gæti sem sagt lent í 12. sæti (22 stig) og samt orðið meistari. Með öðrum orðm þarf hún aðeins að ljúka keppni því aldrei hafa svo margar konur tekið þátt í þessari móður allra íslenskra sjókayakkeppna. Forfallist Heiða af einhverjum orsökum eiga þrjár konur fræðilegan möguleika á að hrifsa af henni Íslandsmeistaratignina; Helga Einarsdóttir (nú með 100 stig), Shawna M. Franklin (nú með 100 stig) og Anna Lára Steingrímsdóttir (nú með 80 stig). Úrslit eru sem sagt alls ekki ráðin í kvennaflokki þótt Heiða hljóti að teljast afar sigurstrangleg.
Hilmar, Erlingur, Halldór. Mynd: Dóri
Hér fyrir neðan fylgja úrslit á Suðureyri og upplýsingar um stöðuna í Íslandsmótinu.
Nú styttist óðfluga í 10 keppnina á Suðureyri sem er haldin laugardaginn 11. júlí en samhliða henni er haldin hátíðin Sæludagar á Suðureyri. Vestfirðir skarta sínu fegursta um þessar mundir - og voru þeir þó fagrir fyrir. Enginn kayakmaður eða -kona svikin af þátttöku í þessum hressilega róðri. Strax í kjölfar 10 km keppninnar er keppt um Jarlsbikarinn sem er sprettróður milli Suðureyrar og Norðureyrar í Súgandafirði. Jarlsbikarinn er til minningar um Þorleif Guðnason sem bjó á Norðureyri á árunum 1918 -1971 og reri næstum daglega árabáti sínum þarna á milli. Ræst verður í 10 km keppninni kl. 13:00
Suðureyri 2008