Ólafur B. Einarsson fremstur
Reykjavíkurbikarinn og Vorhátíðin gengu aldeilis blessunarlega vel. 15 sjófuglar tóku þátt, þar af fjórir í 3 km róðri. Í ljósi þess að strembið BCU-prógramm kláraðist á föstudag (og BCU-stjörnurnar voða þreyttar) er ekki hægt að vera annað en ánægður með þátttökuna.
Ólafur B. Einarsson var fyrstur í mark. Hann hlaut harða keppni frá Hilmari Erlingssyni framan af en Hilmar missti af Ólafi þegar hann þurfti að laga stýrið á Rapiernum, skömmu áður en hann kom að beygjubaujunni, austan við Eiðið. Þetta var þó bara "small rehearsal" því við eyjuna hvolfdi Rapiernum algjörlega upp úr þurru og varð Hilmar að draga Rapierinn á þurrt.