Nú er komið að fjórðu ferð ferðanefndar Kayakklúbbsins. Næsta fimmtudagskvöld, 24. júní, verður hinn sígildi Jónsmessuróður. Mæting við bryggjuna í Hvammsvík í Hvalfirði kl 21:00 og stefnt að því að sjósetja hálftíma síðar.
Veðurspá er sallafín, hæglætisveður og hlýtt.  Gætu orðið smáskúrir.  Nokkrir af okkar reyndustu ræðurum eru þegar búnir að tilkynna þátttöku.
Ferðin er flokkuð með erfiðleikastuðli 1 (1 ár) í nýrri flokkun ferða á vegum ferðanefndar Kayakklúbbsins, sjá nánar:  Erfiðleikastig kayakferða
Gert er ráð fyrir að þátttakendur skrái sig, annað hvort með því að svara þar til gerðum þræði á korkinum á kayakklubburinn.is eða senda póst á gunnar.ingi@mosverjar.is.

Ef einhverjir vilja fá far fyrir bátana sína á kerru frá Geldinganesi verður það mögulegt.  Best að tala beint við Gunnar Inga um þau mál.

Umsjón Gunnar Ingi Gunnarsson, gsm: 899-3055.