ImageTungufljótskappróður verður haldinn þriðjudagskvöldið 22.júlí og er mæting fyrir ofan brúna sem liggur yfir Tungufljótið á milli Gullfoss og Geysis kl 18:30. Skráning fer fram á staðnum. Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra. Það verða nokkrir punktar sem þarf að ná og tímataka. Fjórum þátttakendum er startað á sama tíma og endar keppnin við brúna. Ef mæting verður góð verður undankeppni og úrslit eins og í fyrra. Það vantar bæði tímaverði og klapplið ef einhverjir geta hjálpað til. Vonandi mæta sem flestir á eitt skemmtilegasta straumkayakmót sumarsins.

Næst hjá sjómönnum er helgarferð í Grundarfjörð - helgin 26. - 27. júlí.  Tjaldað á laugardegi á tjaldstæðinu í Grundarfirði, róið fyrir Kirkjufell, Krossnes , Sandvík, Kiðanes og yfir í Látravík, og á sunnudegi út í Melrakkaey eða fyrir Búlandshöfða. Umsjón: Ferðanefnd, Reynir Tómas, s. 824 5444 eða reynir.steinunn<hjá>internet.is.

Fylgist með korkinum varðandi nánari útfærslu og upplýsingar um ofangreint.