Slökkviliðið að störfum á Ísafirði (mynd bb.is)
Slökkviliðið að störfum á Ísafirði (mynd bb.is)
Hrikalegt er það !  Eldurinn sem kviknaði fyrr í dag í kayakaðstöðu félaga okkar á Ísafirði að Suðurtanga 2 olli ekki bara stórskemmdum á húsnæði heldur eyðilagði líka flesta kayakana þeirra.  Var að heyra í Halldóri Sveinbjörns sem leist þannig á málið að stór meirihluti þeirra rúmlega 100 báta sem eru geymdir þarna væri ónýtur, aðallega vegna hita og sóts.  Dóri var samt ekki af baki dottinn frekar en aðrir ræðarar fyrir vestan og ekkert verið að leggja árar í bát.  Meðal annars á að mæta í Hvammsvíkurmaraþonið (6. sept), en það er allt eins líklegt að við þurfum að finna til báta að lána þeim ef tjónið er eins mikið og lítur út fyrir núna.  Sendum Ísfirðingum að sjálfsögðu baráttukveðjur ...