Allir í sund! 

ImageNú er kominn tími á að fara skella sér í laugina aftur. Fyrsta  sundlaugaræfing vetrarins verður á sunnudaginn milli kl. 17 og 19.30. í innilauginni í laugardalnum, þeir sem hafa áhuga á að koma með sína eigin báta er bent á að koma að austurenda stúkunnar svona 10- 20 mínutum fyrir æfingu og þá ætti einhver í sundlaugarnefndinni að vera búinn að opna hurðina á timburveggnum. En hafa verður í huga að bátarnir verða að vera hreinir og fínir, engan sand og þara í laugina takk!

Æfingarnar verða svo á þessum tíma í vetur, þ.e. á sunnudögum kl. 17-19.30, nema þegar stórmót í sundi eða eitthvað slíkt skarast við æfingatímann, fylgist því með á heimasíðunni og korknum. Æfingarnar eru öllum opnar og klúbbbátarnir til afnota án endurgjalds, fyrstur kemur, fyrstur fær. A.T.H að ekki þarf að greiða fyrir aðgang að lauginni, nóg að segja starfsfólki að þú sért að koma á kayakæfingu. Góða skemmtun!