Riaan frábær!

10 maí 2011 08:35 #61 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Af Riaan og Dan
Félagarnir Dan og Riaan héldu fyrirlestur á Norðfirði í görkvöld. Voru búnir að boða komu sína kl 20, en mættu ekki fyrr en kl 22. Fróðlegt að hitta á þá félaga Dan og Riaan og fá frá þeim lýsingar á ferðalaginu hingað til. Eins atvikinu sem var um 2 km norðan við Gletting þegar þegar þeir urðu viðskila og hversu litlu mátti muna að illa færi.

Lendingin í Vöðlavík var á þann veg að mikið brim var í víkinni, en þeir lentu á réttum stað, í NA krók víkurinnar. Mikil þoka er búin að vera hér fyrir austan og var skyggni lítið í lendungunni. Myndavélar og spottækið hreinsuðust af dekkinu og týndist í briminu. Spot tækið búð að liggja í sandinum í fjörunni í alla nótt og ætla þeir að leita af því í dag ætti að vera auðvelt að finna það.

Ætla að eiga frí í dag og freista að fá flugtíma með þyrlu sem er að vinna við snjóflóðagirðingar í fjallinu á Norðfirði. Næsti leggur er Vöðlavík Breiðdalsvík og stefna á að vera komnir á Hornafjörð innan 5 daga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2011 17:22 - 09 maí 2011 19:18 #62 by Sævar H.
Þeir félagar lentu í Vöðlavík um kl 17 í dag þ. 09.maí Hörkuróður hjá þeim félögum :)

Við nánari skoðun þá eru þeir að leita að lendingastað þarna í Vöðlavík um kl 17.40 sennilega brim..við fylgjumst með.

Og kl 17.50 hafa þeir látið vaða í brimið og uppí fjöru. Virðist hafa tekist vel til. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2011 14:53 - 09 maí 2011 16:10 #63 by Sævar H.
Það var núna í morgunsárið að þeir félagar Riaan og Dan drógu upp tjaldhælana í túninu á bænum Skálanesi sem er utarlega í Seyðisfirði að sunnan.

Þar hafði kayak þeirra beðið brottfarar frá því síðla kvölds þann 3. maí og þar til nú þann 9. maí að þeir ýttu úr vör um kl. 10.
Fimm daga hvíld var lokið.

Veður hjá þeim er gott,breytileg átt í kringum lognið. Nokkur alda er sennilega svona um 1,5 m ölduhæð aftan til á skutinn eftir að komið er að Dalatanga.

Þeir hafa byrjað róðurinn á útfalli frá Seyðisfirði og suðurstraum og því lens alla þverun Norðfjarðarflóa og vel fyrir Barðsneshornið.

Frá Skálanesi og fyrir Barðsneshorn er um 20 km róður. Þeir hafa róið þennan kafla á um 5 km meðalhraða.

Þeir ættu að ná langleiðina til Vöðlavíkur áður en norðurfallsins fer að gæta að ráði.

Í Vöðlavík gætu þeir verið um 17.30 í kvöld eftir tæpra 40 km róður frá Skálanesi í Seyðisfirði.

Meira í kvöld um það. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2011 13:57 #64 by Ari Ben
Riaan Manser og Dan Skinstad hafa dvalið undanfarna daga á Skálanesi við Seyðisfjörð. Lögðu upp frá Skálanesi nú í morgun og stefna á Vöðlavík seinnipartinn.

Þeir ákváðu með stuttum fyrirvara að heimsækja Kajakklúbbinn Kaj á Norðfjörð í kvöld og halda fyrirlestur.

Stefnum á að hittast í kvöld í húsi björgunarsveitar Gerpis sem er um 100 m austar en félagsaðstaða Kaj. En vegna framkvæmda er allt á hvorlfi í félagsaðstöðu Kaj.

Tímasetning verður sett upp síðar inn á www.123.is/kaj þegar skýrist nánar hvenær þeir lenda því þegar þetta er ritað eru þeir úti fyrir Dalatanga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2011 21:31 #65 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Ég hringdi í aðstoðarmanninn Brad og spurði frétta af Dan og Riaan.
Þeir hafa það ágætt og hyggjast halda hressir áfram á morgun yfir Mjóafjörð og Norðfjörð og ætla að stoppa í Vaðlavík. Veðurútlit er gott en Brad sagði að veðrið væri kalt og rakt núna. Pabbi og bróðir Dans eru búnir að vera í heimsókn.
Ég mælti að sjálfsögðu með Kaj á Neskaupstað en þeir plana sína ferð eftir sínum forsendum.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2011 09:02 #66 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Dan fyrir borð.
Gott að fá þessar upplýsingar. Og úrdrátt athugasemda. Allstaðar geta óhöpp bankað uppá. Algengast í umferðinni.

En það er klárlega mikill línudans að róa þessa leið á svona kayak þar sem tveir hausar taka ákvarðanir á broti úr sek. við skyndi uppákomur. :ohmy:

Suðurströndin býður uppá miklumeiri tilbrigði sjávarnáttúruaflanna en þeir hafa kynnst fram að þessu. Sennilega einstakt afrek hjá þeim að klára þann þátt-ef af verður.

Einhver landlega verður hjá þeim félögum um sinn.Við fylgjumst spennt með framvindunni. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2011 08:23 - 06 maí 2011 08:24 #67 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dan fyrir borð.
Fréttin um "Dan fyrir borð" kom í morgun í Suður afríska fréttamiðlinum News24 og er ekki dregið úr hættunni, sjá:
www.sport24.co.za/Rugby/Bok-brother-survives-scare-20110506

Síðan rífast menn þar á blogginu og sitt sýnist hverjum.
Hér að neðan eru nokkur sýnishorn, sem við getum haft gaman að, en það sem veldur mér meiri bakþönkum eru sterk viðbrögð sem fordæma það að hætta lífi sínu og minnir okkur enn á mikilvægi öryggismálanna.
Kv. GHF.

"This is really such a lame 'adventure'. 5000km in a kayak in cold water. It just sounds boring. Your around africa on a bicycle was cool, madagascar was ok, this is just lame."
"Have you spent much time in truly arctic conditions? Its tougher there than anywhere else. What's "lame" for one person is the ultimate challenge for another. Personally, I think they are nuts."
"Some men need to do stupid things to show he has the biggest dick."
"You obviously live in a very small world dude. Just keep looking at yourself in the mirror, while real men experience life to the full..."
"Some people need to do certein idiotic stuff to feed their ego's. Yes, there really isn't anything logic or sane about this. "
"We do these things not to escape life, but to prevent life from escaping us." If you don't get it, you don't get it, and it's not for you. "

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2011 09:51 - 06 maí 2011 09:04 #68 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Róin vegalengd þeirra félaga Riaan og Dan á leið umhverfis Ísland

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 23:25 #69 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Riaan frábær!
Já, auðvitað átti þetta að vera tvo tíma. Pennaglöp á vaktinni. Fréttin byggir á tilkynningu frá þeim og þar er talað um "current".

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 22:30 - 04 maí 2011 22:44 #70 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Ef þetta hefur gerst um kl 15 á mánudeginum 2.5 og frávikið sem ég lýsti hér að framan er þessu óhappi tengt- þá er útfall Jökulsár á Dal þarna skammt fyrir norðan og straumur því allnokkur-af hennar völdum... Við bíðum skýringa... :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 21:57 #71 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Takk Rúnar.
Ég beið eftir einhverri frásögn af atvikinu og ég rýndi í fréttina.
Mér finnst ekki rökrétt að álykta að straumur beri mann frá kayak, það er vindurinn sem ber kayakinn frá manninum. Straumur í sjó hlýtur að flytja þá samferða þótt annað kunni að gilda í straumi í á.
Mér þykir einnig ólíklegt að eftir að reka um 300 m sundur og róa þá vegalengd aftur móti 14 m/s vindi hafi liðið aðeins 5 mínútur. Öll sú aðgerð tekur 15-20 mínútur. Við þekkjum það félagarnir, það tekur oft um 5 mín. að ná upp manni rétt við bátinn.
Loks stendur þarna "tvo kílómetra" sem á líklega að vera "tvo tíma", sem getur staðist fyrir 30 km með suðurfallinu og meðvindi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 21:15 - 04 maí 2011 22:44 #72 by Sævar H.
Er klárt að þetta atvik hafi átt sér stað í gær ? Það virðast engir svona hnökrar á Spottskráningunni. En á mánudag 2.5 kom fram all undarlegt frávik frá beinni leið- en það var skömmu fyrir lok á þverun Héraðsflóans . Þá verður skyndileg stefnubreyting í austur og á móti veðrinu-þvert út úr stefnunni á Kögur. Þetta hafa verið um 3-500 m og síðan er stefnan sett á ný á Kögur. Nú væri gott að fréttamiðill allra landsmanna leitaði skýringa,, eða aðrir... Spennandi :dry:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 20:19 #73 by Rúnar
Fréttavefur allra landsmanna er með frétt um atvikið. Slóðin er www.mbl.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 19:34 - 04 maí 2011 19:38 #74 by Sævar H.
Þetta er enginn venjulegur kayakróður. Annar ræðarinn er hreyfihamlaður. það krefst klárlega annara öryggisráðstafana.

Öryggislína fest við bátinn eða félagann gæti reynst Dan fjötur um fót-bókstaflega. það eru einkum fæturnir sem láta illa að stjórn hjá honum.

Dan er einkar kjarkmikill og duglegur að leggja í þennan róður.

Riaan hlýtur að hafa það sem aðalhlutverk að miða allan róðurinn við hæfileika Dan´s.

Nú ástæðan fyrir því að ég er að færa ferð þeirra á korkinn- er fyrst og fremst sú að róðrarleið og framgangur ferðar verði til í heild sinni hjá Kayakklúbbnum . Síðan er rúsínan sú að ég hef af þessu hina bestu skemmtan..... :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 17:44 #75 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Viðskila við Dan.
Hugsanlega eigum við eftir að fá nánari frásögn af þessu atviki, nema Riaan geymi það þangað til bókin kemur út.

Það kemur í huga mér frásögn Marcus Demuth þegar hann var að fara yfir King Arthur flóa austan við Falklandseyjar í heldur miklu roki á hringferð sinni 2009. Þá sér hann úr nokkurri fjarlægð öldu nálgast sem var "risastór og djúp, svört og lóðrétt". Hún velti honum miskunnarlaust, hann var lengi í kafi og hélt áfram að rúlla þar og vissi ekki hvað sneri upp eða niður.
Hann taldi það hafa bjargað lífi sínu þá að vera bundinn við bátinn og mig minnir að það hafi verið Nigel Dennis sem hafði gefið honum þá ábendingu í veganestið.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum