Riaan frábær!

07 sep 2011 15:04 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Ferðinni er lokið og kvöldið 3. sept. tók ég á móti þeim Dan og Riaan á Reykjavíkurflugvelli kl. liðlega 9 um kvöldið, þá voru liðnar aðeins rúmar 4 klst. frá lendingu í Húsavík. Þar voru einnig SA-kona sem á heimili á Hellissandi og dóttir, sem höfðu tekið félögunum vel á leiðinni.
Ég ók þeim félögum á hótel í Hafnarfirði og enda þótt Riaan stjórni þessu öllu, þá sýir hann Dan virðingu og sagði að hann ætti að sitja í framsæti - " he is the boss". Móðir og bróðir Dans voru með þeim og höfðu verið á Húsavík í flæðarmálinu. Hún hafði faðmað drenginn sinn í fjörunni svo innilega að þau féllu bæði í næstu öldu og hún gegnblotnaði í landfötum. Dan var reyndar svo upp numinn yfir því að hafa náð markmiðinu að það var sem hann svifi á tilfinningaskýi - og var af og til að reyna að tjá þetta. Hann sagðist hafa orðið svo hrærður þegar þeir nálguðust Húsavik að hann óttaðist að falla fyrir borð. Riaan sagði honum þá bara að kæla sig í sjónum smástund, svo héldu þeir áfram!
Ég tilfæri hér ummæli úr SA sportfréttasíðu sem eru um leið svar við því hvers vegna við stundum kayakróður á Íslandi og ég tek undir, þegar þeir segja að hringferðin var - :
" ... an encounter with nature at its most raw, the largely unseen beauty of Iceland reward for the travails of the voyage. For all the moments of near death, the pair came upon scenes that will stay with them until that day does eventually come, scenes that made the trip around Iceland every bit as worthwhile as the challenges overcome." Sjá
sport.iafrica.com/columns/dan_world/750826.html
Ég hef lifað mig inn í ferð þeirra og vonast til að sjá síðar frásögn þeirra eða sjónvarpsþætti.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2011 17:11 - 03 sep 2011 17:15 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dan og Riaan í höfn!
Miðað við það sem SPOT merkið sýnir þá ættu þeir Dan og Riaan að hafa lent um kl. 5 síðdegis í Húsavík í dag 3. sept. 2011 og lokið við hringróðurinn. Þeir voru búnir að bjóða velunnurum til fagnaðar fyrir viku, síðan seinkað til kl. 15 í dag þegar stýrið brotnaði við Straumnesið á Hornströndum, svo flýtt til kl. 12 í dag í bjartsýniskasti í góðu veðri fyrir nokkrum dögum.
Veður var hins vegar erfitt í gær, NA 10-14 m/s og ölduhæð um 1,7 m, þannig að eitthvað hefur það reynt á kjark og úthald, síðasta legginn.

Ég óska þeim Dan og Riaan til hamingju.
Sá sem heldur áfram og gefst ekki upp kemst á leiðarenda!

Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2011 16:29 #3 by palli
Replied by palli on topic Re: Riaan á Ísafirði
Dóri sendi mér nokkrar myndir af stoppi þeirra félaga á Ísafirði. Þarna er greinilega Nigel Foster í heimsókn og annar kappi með sem ég þekki ekki. Kunnugir segja mér að þar sé á ferð Hunter nokkur sem reri hringinn með Nigel á sínum tíma.

Það hefur greinilega farið vel á með þeim kumpánum þarna, enda ekki annað von þegar bestu kayakmenn Íslands á besta kayaksvæði landsins eru sóttir heim ;)

Setti myndirnar á picasaweb.google.com/kayakklubbur/20110823_Riaan_Isafirdi#

Gangi þeim félögum allt í haginn áfram ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2011 12:45 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan svangur!
Já, hann virðist orðinn hálf slappur ,kallinn. Samkvæmt allra einföldustu skilaboðum er hann ennþá útaf Súgandafirði.
Mogginn segir hann í Aðalvík með brotinn og lekann bát. Allur annar búnaður er slæptur t.d halda þurrpokar ekki vatni. Og það haustar. :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2011 11:58 - 21 ágú 2011 12:03 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan svangur!
Það eru engin veitingahús á Hornströndum með spagetti Bolgnaise og það hefur ekki allt gengið upp hjá þeim félögum núna.

Við sem fengum boðspóst á móttökufagnað í Húsavík n.k. laugardag 27. ágúst megum búast við viku seinkun virðist mér.

Líklega á Riaan við Dóra á Ísafirði þegar hann nefnir "Best kayaker in Iceland" þannig að Halldór er þá með nýjustu fréttir!

Skoðið þennan Twitter þráð:
twitter.com/#!/riaanmanser

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2011 09:54 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan - skotgengur!
Fid. 18. ágúst 2011.

Hér má sjá SPOT merki frá því um kl. 9:30 i morgun, þetta er svokallað OK merki, sem kemur ekki nema handvirkt og hentar vel t.d. í lok dags:

www.findmespot.com/mylocation/?id=5jCkV

Þeir eru að fara yfir Súgandfafjörð þegar merkið er gefið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2011 09:45 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Ég heyrði í Tracy í gærdag, en hún er í fylgdarliði Riaan's. Hún kvað þau vera í gistingu á Þingeyri en báturinn hafði verið skilinn eftir vestast á nesinu á stað sem heitir Hafnarnes. Þetta má sjá hér:
www.riaanmanser.com/pages/iceland.php
ef smellt er á "My Journey" og merki fyrir leggi og lendingar skoðuð á Íslandskortinu. Af einhverjum ástæðum hefur SPOT-ið ekki sýnt leið þeirra frá því þeir Dan voru við Rauðasand.
Nú sést á Twitter-skilaboðum:
twitter.com/#!/riaanmanser
að þeir ætluðu áfram í nótt, en þá er gat á bátnum í fjörunni og Riaan er að leita að Ducteipinu og fíber-viðgerðasettinu.
Vindur er frekar á móti næstu daga, þannig að það er orðið tæpt að þeir nái til Húsavíkur 27. ágúst eins og þeir eru búnir að tilkynna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2011 19:59 - 11 ágú 2011 20:11 #8 by Sævar H.
Uppúr kl 18 í kvöld þann 11.ág. lögðu þeir félagar Riaan og Dan upp frá Rauðasandi nálægt Sjöundá og settu stefnuna utan Látrabjargs.

Veður hjá þeim er gott V 2-4 m/sek og ölduhæð um 0,7 m á móti.

Þeir hafa nú útfallsstrauminn með sér.

Hann getur orðið verulegur með Látrabjargi og fyrir Bjargtanga. Vind og öldu lægir með kvöldinu.

Þeir ættu að vera við Bjargtanga um kl.22 í kvöld.

Nú er það spurning hversu langt þeir fara - sennilega að Látrum sem eru þá 32 km róður eða í Breiðuvík sem yrðu þá tæpir 40 km..

Riaan hefur Spottækið ekki á sjálfvirku heldur klikkar stöðuna óreglulega.

Við fylgjumst með þeim félögum. :)

Látrabjarg í kvöldsól

.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2011 12:08 - 10 ágú 2011 18:40 #9 by Sævar H.
Nú um hádegi þann 10.ágúst eru þeir félagar búnir að setja stefnuna á Rauðasand skammt vestan við Skor.

Þeir eru um það bil hálfnaðir að þvera Breiðafjörðinn frá Rifi.

Hafa róið 27 km af 56-57 km að Rauðasandi. Í upphafi stefndu þeir á mitt Látrabjarg en þangað eru 70 km.

Það er núna aðfall þvert inn Breiðafjörðinn . þeir þurfa því að yfirvinna það á þverununni.

Þeir verða komnir yfir áður en útfall byrjar um kl 17.00

Við höldum áfram fylgjast með þeim köppum og afreksmönnum á sjókayak. :)

Frá Rauðasandi nálægt Skor

.

Um kl 17.30 hafa þeir félagar væntanlega lent þarna nálægt krikanum sem er á myndinni fyrir neðan eyðibýlið Sjöundá á Rauðasandi skammt frá bænum Melanesi.

Eins og áður slekkur Riaan á Spottækinu nokkru fyrir landtöku. B)

Þetta er afrek hjá þeim að þvera Breiðafjörðinn svona við ystu mörk- 58 km samfelldur róður á 10,5 klst. :)

Og næsti áfangi er fyrir Bjargtanga og Látraröstina...

Við bíðum þess.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2011 09:35 #10 by Sævar H.
Gíslihf wrote:

Annaðhvort er Sævar á sjó eða sefur á vaktinni.
Ég ætla því að vekja athygli á að þeir félagar lögðu af stað frá Rifi í morgun laust fyrir kl. 07 og stefna á Keflavík vestan við Rauðasand eins og er.
Hér er mynd frá því í morgun:
www.facebook.com/photo.php?fbid=10150406...0838387&id=582598857
Veður er með eindæmum gott þarna í dag.
Þetta verður lengsti leggurinn á leið þeirra og flýtir ferðinni um marga daga - en það þarf kjark til að leggja þannig út á djúpið með enga strönd nálægt.


Hvorugt Gísli. Þetta fór allt inn heldur fyrr en hjá þér.

bestu kveðjur til ykkar Lilju og takk fyrir sl. helgi á Breiðafirði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2011 09:29 #11 by Gíslihf
Annaðhvort er Sævar á sjó eða sefur á vaktinni.
Ég ætla því að vekja athygli á að þeir félagar lögðu af stað frá Rifi í morgun laust fyrir kl. 07 og stefna á Keflavík vestan við Rauðasand eins og er.
Hér er mynd frá því í morgun:
www.facebook.com/photo.php?fbid=10150406...0838387&id=582598857
Veður er með eindæmum gott þarna í dag.
Þetta verður lengsti leggurinn á leið þeirra og flýtir ferðinni um marga daga - en það þarf kjark til að leggja þannig út á djúpið með enga strönd nálægt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2011 09:27 - 11 ágú 2011 19:47 #12 by Sævar H.
Um kl 7 í morgun þann 10.ágúst lögðu þeir félagar Riaan og Dan upp frá Rifi á utanverðu Snæfellsnesi.

Og þeir stefna nú á mitt Látrabjarg á sunnanverðum Vestfjörðum.

Þeir ætla því greinilega að þvera Breiðafjörðinn við ystu mörk.

Frá Rifi að Látrabjargi er um 70 km róður. Hugsanlega gætu þeir lent í Keflavík við austurenda Látrabjargs-eða farið að Látrum og fyrir Bjargtanga.

Allt skýrist þetta með kvöldinu.

Fyrir kl 9 í morgun höfðu þeir róið um 11 km. Veður er gott hjá þeim A 3-4 m/sek og samkvæmt Flateyjardufli er 0,4 m ölduhæð. Seinnipartinn í dag breytist golan í vestan 2-3 m/sek.

Þeir félagar eru því í góðum málum þarna við þverun Breiðafjarðar

Við fylgjumst með :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 21:02 - 03 ágú 2011 21:29 #13 by Sævar H.
Það fór sem mig renndi grun í- þeir félagar ,Riaan og Dan tóku land á Hellnum sl nótt og létu þar fyrirberast þar til kl. 18.00 í dag þann 3.ágúst.

Þá lögðu þeir upp frá Hellnum.

Um kl 20 eru þeir við Malarrif og komnir framhjá náttúrusmíðinni miklu , Lóndröngum.

Þessi róðaraleggur þeirra er nokkuð áhættusamur eftir að komið er framhjá Dritvík-þeirri fornu verstöð undir Jökli.

Samfellt hamraberg tekur þar við og hvergi lendandi fyrr en eftir að komið er fyrir Svörtuloft og Breiðafjörðurinn blasir við.

Við Svörtuloft getur verið mjög erfitt sjólag -þar eru straumar miklir en Kolluáll liggur þar skammt undan með sitt 320 m dýpi-undan Önverðanesi sem er útvörður Svörtulofta í norðri.

En þeir félagar eru lukkunnar menn og fá rjómablíðu á þessari annars erfiðu leið.

Sjóleiðin frá Hellnum að Hellissandi er rúmir 40 km og er það þeim félögum líkt að róa það í einum áfanga.

Það verður því komið myrkur þegar að Hellissandi er komið-ef valið er þangað..

Við fylgjumst spennt með :)

Svörtuloft, hafið og straumar í ham .

.
(myndin er fengin að láni af netinu)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 12:36 - 03 ágú 2011 12:39 #14 by Sævar H.
Um kl 23 í gærkvöldi þann 2. ágúst lögðu þeir félagar ,Riaan og Dan upp frá Ytri-Tungu á Snæfellsnesi og settu stefnuna á Hellnar undir Jökli.

Nokkur vindstrengur var en að mestu lens.

Ekki hafa þeir staðfest á Spottækinu með lendingastað. Líklegt er að Hellnar undir Jökli hafi orðið fyrir valinu.

Komið var myrkur um miðnætti og því um næturróður að ræða hjá þeim við svarta úfna klettaströnd.

Róðurinn gæti hafa verið um 26 km.

Þeir eru því komnir í góða stöðu á róðri fyrir Jökul og inn á Breiðafjörðinn.

Líklegt að þeir noti veðrið í dag fyrir þann þátt-en vaxandi NA átt verður á Breiðafirði fram undir helgi.

Og nú er það spennandi : Hvernig þvera þeir Breiðafjörðinn ? Fara þeir þvert frá Rifi og að Rauðasandi á sunnan verðum Vestfjörðum ?

Við höldum áfram að fylgjast með þeim köppum.

Frá Hellnum undir Jökli

.
(myndin er fengin að láni á netinu)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2011 21:58 - 02 ágú 2011 10:58 #15 by Sævar H.
Þeir gefa það ekki eftir félagarnir- þeir Riaan og Dan.

Uppúr kl 18.00 í dag 1.ág. lögðu þeir upp frá Ökrum á Mýrum. Þeir stefna á Geldinganes skammt frá Staðastað.

Það má segja að þeir fari nákvæmlega í kjölfar Gísla H.F hringræðara þegar hann réri þennan legg.

Veður er gott og ládautt til sjávar.

Um kl 20.30 höfðu þeir lagt að baki um 13 km frá Ökrum.

Ef þeir setja markið á Búðir á Snæfellsnesi þá verður þessi leggur um 50 km hjá þeim.

Við fylgjumst með þeim. :)

Frá Breiðuvík-Snæfellsjökull



(myndin er fengin að láni af netinu)

Um miðnætti lentu þeir félagar nálægt bænum Ytri-Tungu skammt vestan við Staðarstað á Snæfellsnesi-eftir 40 km róður frá Ökrum á Mýrum. Veður er gott framundan næstu daga sem gefur þeim færi á að róa fyrir Jökul. :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum