Riaan frábær!

02 júl 2011 16:45 #31 by GUMMIB
Já þessir drengir eiga virðingu skilið fyrir seiglu og dugnað. Reyndar var ég og er enn viss um að þeir klára þetta verkefni eftir að hafa verið viðstaddur
fyrirlesturinn þeirra í Laugardalnum.

Það er allavega þrennt sem gerir þetta ferðalag þeirra einstakt.

1. Báturinn tveggja manna opinn kayak sem gerir það að verkum að allur líkaminn verður
fyrir ágangi sjávar.

2. Takmörkuð líkamleg geta Dan's sem gerir mjög auknar kröfur til Riians.

3. Árstíminn sem lagt er í hann.

Síðan eru að mínu mati allar aðstæður. Ég man ekki eftir frá fyrri árum (hringferðum) svo langvarandi erfiðu veðurfari. Ofan á það bætast síðan eldgos og öskufok. Það eitt og sér myndi nægja til að draga tennurnar úr mörgum.

Reyndar má ekki gleyma því að þeir eru frá Suður Afríku. Það fallega land skartar mörgum ströndum sumar hverjar með feikna brimi, þar á meðal The Cape þar sem Höfðaborg stendur við.

Hafi þeir stundað æfingar á þeim slóðum ættu þeir að vera vanir brimi og surfi þótt ekki sé kuldanum fyrir að fara þar.

Báðir þumlar upp fyrir þeim.

Kv.
Gummi B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2011 23:10 - 01 júl 2011 23:17 #32 by Sævar H.
Ekki er nákvæmlega vitað hvar þeir félagar halda til núna. Síðasta Spotmerki frá þeim var undan Skógasandi nokkur hundruð metra frá ströndinni.

Hvar þeir hafa lent er ekki vitað -sennilega nálægt Holtsósi undir Eyjafjöllum.

Síðan hefur verið ófært á sjó. SA 8-12 m/sek með um 2 m ölduhæð og því miklu brimi við ströndina.

Á twitter síðu sinni segir Riaan m.a að þeir félagar séu lúbarðir í hverri lendingu-þvílíkar eru brimlendingarnar hjá þeim.

Veður og sjólagið hjá þeim á hringróðrinum hefur verið almennt verra en í áratugi. Í ofanálag fá þeir síðan stórt Grímsvatnaeldgos með miklu öskufalli. :(

Þó gosinu sé lokið er askan að fjúka á leið þeirra.

Þeir sýna mikið þolgæði og þrautseigju á þessu einstaka ferðalagi þeirra umhverfis Ísland.

Nú fer að styttast mjög í lok róðurs með erfiðasta hluta leiðarinnar hjá þeim-suðurströndinni með söndunum miklu og hafnleysum. ;)

Holtsós undir Eyjafjöllum og askan rýkur
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2011 18:58 #33 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Ég rakst á frásögn af þeim félögum þegar þeir voru búnir að vera í Vík hér:
reviewme.co.za/2011/06/29/riaan-and-dan-...ition-halfway-point/

Einnig myndband með viðtali við þá þegar þeir voru lentir við Skaftárós, tekið upp í mýbiti við Syðri Steinsmýri í Landbroti sunnan við Klaustur.


Þeir sjást fara á sjó í Höfðavíkinni en þeir voru fegnir að komast þaðan, kvarta bæði yfir landanum og skúminum.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2011 19:36 - 27 jún 2011 22:51 #34 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Gíslihf wrote:

Þetta passar ekki alveg, SPOT merkin hættu við Hjörleifshöfða enda þótt þeir hafi farið til Víkur, þeir hafa bara slökkt á tækinu áður en það náði að senda síðasta merkið.

Hér er mynd sem sýnir þá svamla í land í fyrrakvöld 25. júní og Reynisdrangar í baksýn:
yfrog.com/khwufyj


Já Gísli það er erfitt að meta þessar Spotsendingar Riaans. Hann virðist,eftir reynsluna í Vöðlavík, hafa Spottækið í öruggu skjóli . Einkum er þetta áberandi nokkru fyrir brimlendingar-jafnvel mörgum km fyrr. Því eru sendingar á endastöð -engar.... En það er samt gaman að þessu. Spottækið er ein stúdían og ekki sú léttasta

Um kl 16 setti Riaan á "twitter" að þeir ætluðu að róa 25 km vestar (frá Vík) hann segir að það sé rok eins og í helvíti. (Hann hefur víða farið.) Eftir þessu ætla þeir að Jökulsá á Sólheimasandi nú þann 27.júní....

kveðja SH

Lent í Vík í Mýrdal þann 25.júní
Mynd: Riaan og félagar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2011 18:59 #35 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Þetta passar ekki alveg, SPOT merkin hættu við Hjörleifshöfða enda þótt þeir hafi farið til Víkur, þeir hafa bara slökkt á tækinu áður en það náði að senda síðasta merkið.

Hér er mynd sem sýnir þá svamla í land í fyrrakvöld 25. júní og Reynisdrangar í baksýn:
yfrog.com/khwufyj

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2011 18:09 - 27 jún 2011 18:42 #36 by Sævar H.
Það var um kl 15.50 í dag þ. 27. júní að þeir hringróðrarfélagar Riaan og Dan lentu brimskíði sínu í fjörunni neðan við Vík í Mýrdal.

Þeir lentu vestan Hjörleifshöfða þann 25. júni væntanlega vegna hvassviðris og brims sem skall nokkuð skyndilega á þá þarna undan Kötlutanga.

Um hádegisbil í dag var komið nokkuð gott veður þarna og ölduhæð undir 1 m - þannig að þeir haf þá lagt upp og róið þessa 14 km leið til Víkur í Mýrdal.

Þetta verður að teljast merkur áfangi á róðri þeirra með suðurströnd Íslands.

Sandarnir miklu frá Hornafirði til Vík í Mýrdal eru sigraðir. Til lukku með það :)

Og núna kl. 17.00 lögðu þeir upp frá Vík í Mýrdal og halda áfram vestur með suðurströndinni. Spottækið upplýsir að þeir séu í krikanum vestan við Dyrhólaey kl.18.18

Róin heildarsjóleið á ferð þeirra
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2011 17:58 - 25 jún 2011 21:13 #37 by Sævar H.
Þeir hringfarar Riaan og Dan tóku land við Kúðafljót í gær og létu þar fyrirberast eins og Gísli H.F. hringfari okkar íslendinga-gerði hér um árið og lenti í mannraunum miklum í baráttunni við Kúðafljótið og hafði betur. :P

En núna um kl. 17.00 þann 25.júní hafa þeir félagar lagt upp að nýju og eru komnir vestur fyrir Kúðafljótið.

Veður er þeim hagstætt-það er lens A 8-10 m/sek og ölduhæðu 0,6-0,7 m. Spottækið upplýsir ágætlega núna. :)

Kl. 20.30 eru þeir félagar þvert útaf Hjörleifshöfða og Kötlutanga. Þeir eiga þá eftir um 14 km róður að Vík í Mýrdal.
Vindur fer vaxandi og er nú A 13-16 m/sek og ölduhæð er orðin >1 m og er vaxandi. En þeir komast i nokkuð skjól þegar fyrir Hjörleifashöfða er komið.

Hjörleifshöfði við Kötlutanga á Mýrdalssandi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jún 2011 17:56 #38 by Sævar H.
Um tvöleytið í dag þann 24.júní lögðu þeir félagar Riaan og Dan upp frá Skaftárósi og eru kl. 17.35 undan Meðallandsfjörum og um 16 km frá Kúðafljóti í vestri.

Veður er hagstætt hjá þeim ölduhæð 0,4-0,5 m og hægur vindur 3-5 m/sek.

Ekki er ólíklegt að þeir hugsi til Víkur í Mýrdal sem endastöð á þessum róðri.

Heildarróðrarlengd dagsins yrði því um 75 km.

Spottækið virkar. Það er því væntanlega hægt að fylgjast með nokkurn veginn í beinni útsendingu.
:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2011 12:27 - 22 jún 2011 21:27 #39 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Komnir að Skaftárós
Þeir félagar eru nú komir vestur fyrir Gígukvísl og stefna á Skaftárós undan Kirkjubæjarklaustri.

Ætla greinilega að standa við áætlun sína sem fram kom í Mogganum í fyrradag.

Vindur er þeim hagstæður og ölduhæð er um 0,5 m :)

Samkvæmt Mogganum Mbl. komu þeir felagar að Skafrárós um miðjan dag í dag eftir 60 km róður frá Ingólfshöfða. Síðasta Spotmerki frá þeim var útaf Hverfisfljóti kl 14.15

Staðan á hringróðri 22.júní 2011
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2011 10:39 #40 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Eins og fram kemur í frétt Mbl. reru þeir frá Ingólfshöfða og á SPOT síðunni share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...R51etDeGeGQgmgKBKyb8
sést hvar þeir lentu, en það er um 30 km leið í vestur frá Höfðavíkinni. Þetta er Skaftafellsfjara sem á gamla korti Landmælinga er milli Gígjukvíslar og Skeiðarár,sami staður og mér skolaði í land með mikinn sjó í þurrgallanum.
Vegna eymsla í ökkla þá, gafst ég upp á að ganga um 3ja km erfiða leið til að komast í björgunarskýli. Þetta skýli og drasl frá gull-leitarmönnum má sjá sem hvítan depil ef myndin er stækkuð.
Ég veit ekki um neitt kort sem nú er rétt af þessu svæði, það hefur breyst talsvert í hlaupum, en myndir sem mér finnst gaman að skoða og hefði viljað sjá fyrir tveim árum, má sjá hér:
www.gudny.blog.is/album/Skaftafell_fjoruferd/image/8556/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jún 2011 10:03 - 22 jún 2011 13:47 #41 by Sævar H.
Mogginn náði sambandi við einn leiðangursmanna þeirra hringróðrarfélaga Riaan og Dan og birti frétt í fyrradag um að þeir hyggðust róa nú í nótt og stefna á Skaftárósa í dag þann 22.06.

Samkvæmt síðustu stöðu Spottækis þeirra þann 14 júní höfðu þeir tekið land við Hnappavallaós sem er 12 km austan við Ingólfshöfða.

En núna í morgun um kl 4.30 sýnir Spottæki þeirra að þeir hafi núna tekið land 3 km austan við Gígukvísl á Skeiðarársandi . Þeim hefur því miðað drjúgt vestur með sandinum mikla nú í nótt eða um 40 km. Og um kl 9.30 er komin hreyfing á Spottækið þeirra í átt til sjávar...

Hvort það þýðir áframhaldandi róður í dag kemur væntanlega í ljós fljótlega.

Veður og sjólag er gott og þeim hagstætt. Það er A 5-7 m/sek og 0.5-.4 m ölduhæð . Það er því lens. :)

Frá Skaftafellsfjöru



mynd af netinu: Guðný
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2011 19:58 - 18 jún 2011 20:26 #42 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Samkvæmt síðasta merki frá Spottækinu þeirra -sem virðist virka þegar þeir eru á sjó eða að taka fjöru þá hafa þeir látið staðar numið við Hnappavallaós . Skömmu eftir miðnætti þann 14.júní taka þeir land þar.

Hnappavallaós er 12 km austan við Ingólfshöfða. Ef þeir fara af stað í nótt þá er logn á þessu svæði en veruleg alda á skutinn -og talsvert brim við ströndina. :unsure:

Brim við Vík í Mýrdal
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2011 18:13 - 18 jún 2011 18:15 #43 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Riaan hefur sent eftirfarandi Twitter athugasemd síðdegis í dag, 18. júní: "Dan and I back on sea tonight. Have 80km glacial river 'mouth' to cross. Sea at 2meters now. Why am I always so nervous?"

Það er flóð þarna um kl. hálf átta í fyrramálið og á Suðurströnd er víðast betra að lenda á flóði vegna bakkans sem er neðarlega í flæðarmálinu og aldan lendir á með hvelli og stundum "grjótkasti".

Um 80 km frá Ingólfshöfða eru Skarðsfjörur með skýli og vita eða ljósmerki. Ekki veit ég hvernig ykkur mundi líka að sofa í þessu húsi: www.flickr.com/photos/gulliht/5543856479/
Vonandi gengur þeim vel, ég tel þetta vera góða áætlun, það er talsverð alda og lens, en trúlega fremur slétt undiralda. Vonandi hafa þeir úthald í þetta, það er ekki víða gott að komast að með aðstoð á leiðinni.

Kveðja
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2011 23:21 - 17 jún 2011 23:23 #44 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan-sagan öll?
Ég hef verið að bíða eftir nánari frásögn af síðasta legg þeirra félaga frá mánudagskvöldi 13. júní og fram til að ganga 04 um nóttina, en þeir hafa engan "fréttaritara" hér á landi, þannig að við spáum og getum í eyðurnar.

Viðtalið í Mogga sagði ekki frá þessum síðasta róðri, en þeir lögðu á sjó um kl. 21 vestan við ós Jökulsárlóns, en þá mun hafa verið þar skjól fyrir austanöldu sem mig minnir að hafi verið um 1 m, en það var fjara um þetta leyti og það gengur rif út frá ósnum að austan sem veitir skjól á fjöru. Þannig háttar til við fleiri ósa jökulánna á Suðurlandi eftir minni reynslu.

Riaan skrifar stutt Twitter skilaboð þarna um nóttina:
"Whata night. 36km of cold paddling was ok. Launch among icebergs memorable. Then crew get cars stuck in glacial river. Farmer pullsout 3.30 am"

Þetta segir okkur að þeir hafa lent við Ingólfshöfða án erfiðleika, trúlega milli kl. 03 og 03:30 miðað við þau SPOT merki sem sjást. Bakhópur þeirra í landi hefur fengið leyfi hjá Sigurði í Hofsnesi eða Einari syni hans, þekktum gæd á Hnúkinn, til að aka á Toyota jeppum sínum tveim niður að höfðanum en hafa ekki þekkt leiðina og vöðin og sokkið í jökulleir og bleytu. Síðan hafa þeir beðið bóndann um hjálp sem líklega hefur komið með dráttarvélina sem fer þarna daglega með ferðamenn í höfðann. Ekki er ólíklegt að eitthvað tjón hafi orðið á bílunum.
Þá hafið þið það, skálduð frásögn sem varla er fjarri sanni, nema meira spennandi ef nokkuð er, eins og oft hjá Sævari!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2011 11:02 #45 by Sævar H.
Það er flott og ítalegt yfirlit um stöðu hringferðamála hjá þeim félögum Riaan og Dan í Mogganum í dag 16.júní. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum