Riaan frábær!

30 júl 2011 11:03 - 30 júl 2011 17:24 #16 by Sævar H.
Þeir eru vel frískir þeir félagar Riaan og Dan. :)

Eftir hörku sjómennsku á ævintýralegri siglingu þeirra úr Garðinum og í fjöru á Langasandi á Akranesi-eru þeir lagðir upp á ný. Kl 730 í morgum, 30.júlí ýttu þeir úr vör sunnan til á Langasandi á Akranesi og settu stefnuna á Mýrar á Snæfellsnesi. :P

Þegar þetta er sett inn eru þeir skammt undan Straumfirði á Mýrum og stefna á Hjörsey. Veður er afburða gott og ládautt til sjávar. Og það er gott útlit fyrir framhaldið hjá þeim. ;)

Þeir hafa Spottækið á góðri stillingu .

Við fylgjumst með þeim félögum... B)

Kayakklúbburinn á róðri í júlí ´10 undan Hjörsey :)

Kl 16.00 Virðast þeir hafa tekið land við Akraós á Mýrum. Næsti leggur er því vestur með Snæfellsnesi..
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2011 16:58 - 28 júl 2011 23:40 #17 by Sævar H.
Þeir félagar Riaan og Dan lögðu upp frá Garði á Garðskaga um kl 15 í dag, 28. júlí. Og þeir settu stefnuna beint á Akranes.
Þeir eru núna kl 16.45 staddir 10 km NA frá Garðskaga og 28 km frá Akranesi.

Það er bullandi lens hjá þeim . Vindur er 8-10 m/sek og verulegur sjór -sennilega > 2 m ölduhæð.

Þeir fara nú yfir svæði sem kröpp alda getur myndast - eða yfir Syðra Hraun og Sviðið .

Við fylgjumst með þeim á Spottækinu sem þeir hafa í gangi á góðri stillingu... :ohmy:

Ps. Þar sem ég hef mikið útsýni yfir Faxaflóann (Ásfjall í Hf.) sé ég á skipum sem eru á leið að Garðskaga eru í haugasjó-taka miklar dýfur og skvetta skut.

Aldan er nokkuð þvert inn Flóann og því aftan við miðjan bát hjá þeim. Nokkur þokuslæðingur er yfir og skyggni slæmt.

Kl 18.00 eru þeir rétt tæplega hálfnaðir frá Garðinum á Akranes. Þeir eiga um 20 km eftir þangað. Ættu að vera á Skaganum um kl 21 í kvöld. Glæsileg sigling hjá þeim félögum :)

Kl 21.30 Lentu þeir félagar á Akranesi eftir um 40 km róður frá Garðskaga til Akraness í haugasjó og dimmviðri. Sannalega afreksverk... :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2011 15:15 #18 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Riaan frábær!
Ég væri til í þetta með fyrirvara um að ég komist frá. Rúnar 8993745

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2011 14:34 #19 by palli
Replied by palli on topic Re: Riaan frábær!
Já, það væri gaman að hitta á þá. Fer eftir því hvenær þeir verða á ferðinni hvort ég á heimangengt.

Fylgjumst grannt með þeim. Þeir sem hafa áhuga á að reyna að taka þátt mega gjarna melda sig hér, þá er hægt að hringja út mannskapinn ef af verður.

Palli Gests - s. 6641807

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2011 23:11 - 27 júl 2011 23:43 #20 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan í Garðinum.
Þeir félagar Riaan og Dan réru í dag frá Höfnum fyrir Garðskaga og í Garðinn á innanverðum Garðskaga.

Þar lentu þeir um kl 20.30 í kvöld.

Veður hjá þeim var samkvæmt upplýsingum um 1-1.5 m ölduhæð og vindur SSA 8-10 m/sek en þeir hafa haft nokkurt skjól af landinu.

Líklegt er að þeir þræði ströndina inn Faxaflóann og taki strikið á Akranes þegar um hægist á Flóanum eða á laugardag.
Kannski frá Gróttu ? ;)

Við fylgjumst með þeim. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2011 10:09 #21 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan í Höfnum.
Þeir félagarnir hafa fengið gott veður til róðursins í gærkvöldi og nótt frá Grindavík í Hafnir á Reykjanesi. :)

Þó hefur verið nokkur undiralda en logn til loftsins.

En nú er veðurfarið lagst í SSA átt með hvassviðri yfir Flóann og því erfitt um langróðra á þeim slóðum.

Það má kallast gott komist þeir lengra en fyrir Garðskagann fyrir laugardaginn, en þá bregður til hægviðris til lofts og sjávar yfir Flóann.

En við fylgjumst með þeim félögum.

Þó þeir stefni á Akranes frá Garðskaga-í fjölmiðlum- þá er líklegt að þeir þræði ströndina og láti fyrirberast nálægt höfuðstaðnum á þeim áfanga. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2011 09:53 #22 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Riaan í Grindavík
Þeir félagar ætla ekki til Reykjavíkur, eins og upplýst var í Mogunblaðinu í morgun, heldur róa frá Keflavík til Akraness. Ég er að vinna og get því miður ekki tekið þátt í móttökuróðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2011 15:59 #23 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Riaan í Grindavík
Er ekki hugur í mönnum um að róa til móts við þá félaga þegar þeir nálgast okkar svæði og róa smá spöl með þeim? B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2011 09:01 #24 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan í Grindavík
Um kl. 3 í nótt voru þeir Riaan og Dan skammt austur af Grindavík eftir róður frá Selvogi. :cheer:

Eftir að þeir komu í Selvog gerði sunnanátt með allt að 3 m ölduhæð. Sjó lægði í gær og ölduhæð er núna um 1,3 m og fer minnkandi. ;)

Framundan er gott til lofts og sjávar. Þeir gætu því farið fyrir Reykjanesið í dag þann 24 júlí. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2011 22:37 - 22 júl 2011 22:39 #25 by Sævar H.
Þeir eru komnir á ný til róðra umhverfis Ísland þeir félagar,Riaan og Dan. Maraþonið í Suður-Afríku er að baki.

Þeir eru sprækir núna. ;)

Lögðu upp frá Landeyjum í gær og hafa lokið við sandana miklu á Suðurströndinni.

Þeir voru við Strandakirkju í Selvogi kl 14.20 í dag þann 22.júlí

Það styttist í að þeir farið fyrir Reykjanesið og inná Faxaflóann. :P

Spottækið sýnir nægjanlega til að fylgjast með þeim. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2011 11:52 - 09 júl 2011 11:57 #26 by Sævar H.
Þeir eru flottir á því þeir félagar Riaan og Dan -skreppa bara í helgarferð til Suður Afríku á háannatíma hringferðar um Ísland.
Þeir hafa kannski fundið á sér að Katla væri komin á gostíma -eða Hekla? Það er nóg að gera í eldgosum á landinu þessi árin.
Þeir félagarnir eru orðnir vel lemstraðir eftir suðurströndina-allar þessar brimlendingar sem berja þá sundur og saman - hafa farið með bakið í þeim.
Ef Kötlugos er að hefjast af alvöru þá getur orðið bið á að þeir ljúki hringnum :(
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2011 00:02 #27 by elfarrafn
Replied by elfarrafn on topic Re: Riaan frábær!
Riaan er að taka þátt í Windhoek Berg River maraþoni. Kemur aftur til landsins eftir viku samkvæmt heimasíðu hans

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2011 22:32 #28 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Riaan frábær!
Riaan virðist vera kominn til Afríku aftur ætli þeir séu hættir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2011 17:17 - 06 júl 2011 17:19 #29 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Ekki er ég nákvæmlega sammála síðasta ræðumanni GHF.

Mínar athuganir segja að þeir félagar hafi lagt upp frá Miðbælisbökkum sem eru 1,5 vestan við Stóru Borg en samt rúmum 5 km austan Holtsós undir Ejafjöllum.

Síðan er síðasta Spotmerki frá þeim við Landeyjar"höfn". Róðurinn hefur því verið um 24 km í gær.

En síðasta merki frá þeim núorðið er sjaldnast endastöð dagróðurs-munar oft mörgum km. Þannig að þegar þeir leggja í hann næst þá sjáum við raunverulega endastöð (þar sem þeir láta fyrirberast)

Væntanlega er þessi háttur þeirra til að forðast átroðning.

En hvað um það. Ekki fóru þeir á sjó í dag svo vitað sé. Ölduhæð er um 1,2 m og vestan 7-10 m/sek -á móti.

Heildarróðrarstaðan hjá þeim Riaan og Dan
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 júl 2011 14:33 - 05 júl 2011 14:34 #30 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
5. júlí 2011 kl. 14:30/ ghf

Sjá má á SPOT merkjum þeirra félaga að þeir hafa farið frá Stóru Borg austan við Holtsós í morgun um 9:30 og eru komnir að Landeyjahöfn um kl. 14. Þetta eru nálægt 30 km.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum