Riaan frábær!

30 mar 2011 09:29 #136 by Villý
Replied by Villý on topic Re: Riaan frábær!
Það er búið að vera eitthvað pikkless á SPOT tækinu og það sama var uppi á teningnum fyrsta róðradaginn. Skýringin gæti verði sú sem Gummi nefndi hér að ofan.
Þeir réru í gær til Kópaskers og gekk vel. Þeim var að vísu svolítið kalt enda allt aðrar aðstæður en þeir voru vanir. Ég heyri í þeim félögum í kvöld og skal senda update

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 07:52 #137 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir virðast hafa slökkt á Spot tækinu þarna úti á miðjum Öxarfirði kl.15. í gær. Hvers vegna ? Hættu þeir við og voru sóttir ? Spot tækið hefur virkað vel hjá þeim það sem af er. Þegar Gísli H.F var á sínum hringróðri virkaði Spottækið mjög vel. Það var aðeins þegar hann var undir og nálægt mjög háum fjöllum sem það datt út -en þá í skamma stund í einu. Hver er upplýsandi um stöðu þeirra kappa ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2011 22:37 #138 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Riaan frábær!
SPOT notar náttúrulega Globalstar kerfið og það virkar fremur illa norðan heiða hér á landi. Kerfið liggur svo lágt á suðurhimni. Örugglega nóg að það séu fjöll á milli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2011 22:30 #139 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Veit einhver hvernig stendur á því að síðasta SPOT merkið er úti á miðjum Öxarfirði kl. um kl. 15 í dag ?

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2011 17:09 #140 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þetta er enginn venjulegur kayak. Þetta einhverskonar "sit on top" Engin svunta . Erum við að verða dálítið gamaldags ræðarar ? Þetta eru skemmtilegar myndir hjá Villý. Kemur okkur svona í návígi við kappana-takk fyrir það. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2011 16:27 #141 by Villý
Replied by Villý on topic Re: Riaan frábær!
Það viðrar vel á þá félaga núna og voru þeir spenntir að komast af stað. Í morgun var farið að mynda fyrir þáttaröðina sem þeir eru að gera og það lá vel á þeim. Það er magnað að fylgjast með samstarfi þeirra félaga og það á klárlega eftir að snerta við mörgum.
Fyrsta daginn voru þeir að róa 6-7 km á klst og ná líklega að halda svipuðu tempói í dag.

Hér eru svo nokkrar myndir frá brottförinni og morgninum:
www.facebook.com/vilborg80#!/album.php?f...828053816&aid=290608

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2011 14:51 #142 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Riaan frábær!
Samkvæmt korti eru 28km yfir Öxarfjörð. Þetta er því hressilegur leggur. Þó er veðrið mjög gott, 0-2m/s svo að þetta ætti að vera ljúfur róður.

Hvað ætli þeir fari langt á klukkutíma á svona 2.manna bát?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2011 14:06 #143 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir félagar lágu fyrir í gær vegna brælu (á móti) Nú þvera þeir Öxarfjörðinn frá Tjörnestá og beint á Kópasker og eru því langt á hafi úti við róðurinn...spennandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2011 16:33 - 27 mar 2011 22:34 #144 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Riaan frábær!
.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2011 15:03 - 27 mar 2011 18:12 #145 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir félagarnir lögðu af stað frá Húsavík kl 10 í morgun og voru við Tjörnestá um kl 14. Áður voru þeir búnir að fara í nokkra prufutúra frá Húsavík. Þeir fara því austur með.. Skoðið vef þeirra . Spottækið upplýsir um staðsetningar.

share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...R51etDeGeGQgmgKBKyb8

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2011 23:36 - 18 mar 2011 23:38 #146 by Gíslihf
Riaan frábær! was created by Gíslihf
Við sem vorum svo heppin að vera á fyrirlestri/kynningu Riaan Manser og félaga í húsi ÍSÍ í Laugardalnum á fimmtudag hrifumst af skemmtilegri og lifandi frásögn hans. Hann talar talsvert með handa- og líkamshreyfingum, með sviðsframkomu eins og góður leikari.
E.t.v. er hann ekki í fremstu röð manna í kayakíþróttinni, en hann er öflugur ræðari og hefur lent í misjöfnum aðstæðum. Ísland mun þó örugglega bjóða honum birginn á nýjan hátt.
Þótt enn sé vetur þá koma góðir dagar inn á milli - en hann er með félaga sem er hreyfihamlaður en þó trúlega sterkur við róðurinn. Ég veit ekki hvernig mun ganga að stjórna tveggja manna fari t.d. við lendingar í öldu eða brotum úti á sjó.
Riaan hefur útgeislun sem ræðumaður og hann er góður rithöfundur. Ég las bók hans um róðurinn umhverfis Madagaskar og hann nær að gera lesandann hræddan með sér. Riaan er glaðlegur og er maður, sem börn og unglingar gætu haft gott af að kynnast. Hann hefur líka boðskap eitthvað á þessa leið: Láttu drauma þína rætast, hafðu kjark til að taka ákvörðun og úthald til að ná markinu!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum