Riaan frábær!

16 apr 2011 22:35 - 16 apr 2011 22:38 #106 by Eygló Ara
Replied by Eygló Ara on topic Re: Riaan frábær!
Takk fyrir að lána Vippu (hjá ættingjunum í móðurættina gengur hún undir nafninu Vippa) og "skósveinunum" tækið ;). Ættingjarnir voru miklu rólegri með að geta "horft á" framvindu mála hjá þeim á jöklinum. Mikið spáð og "spögulerað" og dæst og býsnast yfir þettu hjá þeim. Okkur varð reyndar ekki um sel þegar ekki kom neitt á vefsíðuna í gær fyrr en seint og um síðir. Fengum skilaboð um að þau hefðu orðið batteríslaus á tækinu en trúðum því nú illa. Slíkt myndi tæpast henta svona vant útivistarfólk. Veðrið var þannig hjá þeim að þau þurftu að hafa snjómokstursvakt á tjaldinu ;). Enginn ættleri hún Vippa ;);).
En: svona að kayakróðrinum: þessi gerð af kayökum sem þeir herramenn eru á, opnir. Hvað finnst vönu kayakfólki um það? Á svona ferðaslóðum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 apr 2011 16:36 - 16 apr 2011 16:52 #107 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Það er allstaðar bræla þessa dagana. Þeir hringróðrarfélagar virðast hafa farið frá Skoruvík í morgun og til Þórshafnar samkv. Spottækinu-eftir 3ja daga bið í Skoruvík vegna veðurs og sjólags. Fyrir Font er núna 8-10 m/sek og sennilega um 2 m ölduhæð . Út Bakkaflóann er um 10-14 / sek af vestan og því á móti. Allt útlit er fyrir að þessi vind og sjóbelgingur haldist fram yfir páska. Nú vantar okkur sárlega fréttamiðilinn, hana Villý- en hún hefur síðustu 3 -4 daga verið að ganga á skíðum þvert yfir Vatnajökul í hópi. Þau lögðu upp frá Breiðamerkurjökli og gengu þvert yfir að Hálslóni við Snæfell. Þau hafa lent í mjög erfiðu veðri og héldu kyrru fyrir í gær uppi á há jökli- en gengu síðan í alla nótt og komu niður af jökli kl. 7 í morgun ;) . Afhverju veit ég þetta ? Jú þau fengu lánað Spottæki klúbbsins sem skráði leiðina og tímasetti... Væntanlega styttist því í að Villý færi okkur sannar sögur af þeim róðrarfélögum... Við bíðum spennt. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2011 17:12 #108 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Já Mávsvatn er einmitt upp af Skoruvík, sem ég hélt að væri eini lendingarstaðurinn, ef eitthvað er að sjó.

Það er nú ekki mikið um öldudufl þarna en eitt er við Héraðsflóa og sýnir ekki nema 1,3 m nú 13.4. kl 17. Síðan bætir í vind á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2011 15:52 #109 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir virðast lentir á mótsvið Mávsvatn sunnan og austan við Skoruvíkurbjarg. Spottækið fór í gang þar um kl. 15.20. Þeir eru skjólmegin við Langanesið. Samkvæmt veðurkorti er væntanlega haugasjór fyrir Fontinn og með suðurströnd Langaness. Vindur er sunnan 10-15 m/sek og hafaldan á sér langa sögu. :( Ekki hjálpar straumurinn mikli fyrir Fontinn.
Þeir eru við veginn út á Langanes og gatnamótin að Skálum. :) Væntanlega hafa þeir fengið heimamanna leiðsögn með lendingarstað..Við fylgjumst með :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2011 15:22 #110 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
SPOT tækið virðist vera dottið út aftur.

Nú segir á MBL.is að þeir ætli að róa út á Fontinn og hvílast þar í nótt. Ég man ekki betur en þar sé bjarg 20-30 m hátt og engin landganga, hins vegar er aðgengilegra að fara í land í Skoruvík, sem er á móts við Skála.

Best væri að þeir kappar notuðu góða veðrið núna til að klára Langanesið og koma sér alla leið að Eiðisvatni, sem er sunnan á nesinu nálægt Ytra Lóni, þar sem þeir hafa verið undanfarna daga.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2011 12:21 #111 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Riaan frábær!
Þeir eru komnir á stað aftur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2011 16:08 - 12 apr 2011 21:11 #112 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir eru að róa á erfiðustu sjóleið í heimi. Sennilega hefur tíðarfarið og sjólagið komið þeim í opna skjöldu. Samkvæmt veðurkortum hefur yfirleitt verið ágætis Íslandsveður á þeirra slóðum- en einhver hafalda. Þegar Ameríkuræðarinn hans Magga lagði af stað töldum við að þar færi ofurræðari-hafði róið > 2000 km með strönd Alaska. Síðar kom í ljós að hann hafði aðeins róið þega sjór var sem spegill og logn. Svoleiðis er aldrei á Íslandi-nema part úr klst. En við fylgjumst með þeim köppum-þó Spottækið sýni ekki neitt. :dry:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2011 14:53 #113 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Þeir reru fyrir 3 dögum yfir flóann að Ytra Lóni um 10 km NA við Þórshöfn á Langanesi og þar er farfuglagisting.
Riaan hefur skrifað um þetta á:
www.riaanmanser.com/pages/journal.php

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2011 14:18 #114 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Riaan frábær!
Sá á fbók að þeir séu að loks að smella sér á sjó frá Raufarh.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2011 13:54 #115 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Riaan frábær!
Hefur aunhver tíðendi af Riaan okkar? Hvar þeir séu staddir og hverra frétta sé að vænta af köppum þessum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2011 22:19 #116 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Gott að vita að þeir hafa haldið áfram. Og landtökur og aðbúnaður í landi ? Eru þeir ekki með heilan her aðstoðarfólks við róðurinn ? Gúmmítuðru til fylgdar og þægindi í landi ? Þetta er kannski meira kvikmyndaleiðangur með kayakívafi en hringróður um Ísland með frumstæðum hætti eins og við þekkjum það... :) ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2011 17:40 #117 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Þetta lítur betur út. Ef þeir eru að ætla að gista í Ytra lóni, þá er þetta farfuglagisting með meiru um 14 km út á nesið frá Þórshöfn en um 2 km frá ströndinn. Það er of langt fyrir venjulega kayakmenn. Lending ætti að vera góð þarna í sandfjöru og svo láglent að lón er fyrir innan og gististaðurinn aðeins í um 10 m hæð.
Veður á svæðinu er einna best á landinu nú föd. kl. 17 skv.:
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/nordurland_eystra/
Ölduhæð á svæðinu er 0-1 m skv.:
vs.sigling.is/pages/975

Leiðin að Skálum er um 50 km mest björg og fátt um lendingarstaði nema ládautt sé. Sjólag þarf því að vera gott, en það lítur ekki þannig út á morgun, sjá t.d. þetta kort kl. 18 á laugardag 8.4.11:
www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/nordurland_eystra/
Framundar eru þarna umhleypingar næstu daga þannig að sæta þarf lagi "utan dagvinnutíma" eða bíða betra lags.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2011 15:21 #118 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Riaan frábær!
Þeir eru að ná landi við Ytra Lón Spottið er ekki að virka hjá þeim.

kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2011 12:36 #119 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Riaan frábær!
Sævar þó! Að líkja þeim við John er nú móðgun við þá. Jafnvel John væri sammála þessu mati. Hann hefði sjálfur beðið í 6 daga eftir að komast yfir Hvalfjörðinn í smágolu ef Maggi hefði ekki lokkað hann yfir með loforðum um smyrslanudd í fyrsta tjaldstað. :laugh: :laugh:

Þetta eru engar ýkjur, frekar tónað niður ef eitthvað er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2011 11:49 #120 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Samkvæmt Spottækinu þeirra félaga eru þeir komnir aftur til Raufarhafnar-komu þangað um kl 10 í morgun. Vonandi fer ekki fyrir þeim eins og hinum ameríska róðrarfélaga hans Magga S. að hin rysjótta og snöggbreytilega veðrátta hér á Íslandi verði þeim ofraun. Að bíða í 6 daga eftir færi frá Raufarhöfn með landinu til Þórshafnar er ekki góð vísbending um róður með allri suðurströnd Íslands. En við sjáum til og fylgjumst með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum