Riaan frábær!

08 apr 2011 08:24 #121 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Riaan frábær!
Ég heyrði í þeim í morgun , þei ætla að reyna við Þórshöfn í dag mér heyrist þeir ekki vilja taka neina sjensa .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2011 21:47 #122 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Það er svo merkilegt að ég get ekki látið vera að fylgjast með Riaan og Dan með vangaveltum um ýmis smáatriði - vonandi kemst ég yfir það! Hér er samt sýnishorn af slíkum pælingum:

Hvers vegna var róið aðeins um 5 km og og 2 klst? Stefnan virtist vera á Melrakkanes, enda er þar viti uppi á litlu nesi og ágæt landtaka. Þá er stefnunni snúið beint í land og mér virðist það reyndar vera yst á nesi sem heitir Ormarslónshöfði skv. síðustu SPOT hnitunum. Ef marka má Google Earth loftmyndina þá eru þarna rif eða hraun út í sjó með víkum á milli sem gæti verið erfitt að hitta inn í ef hafaldan er 1-2 m eins og öldukort Siglingastofnunar sýnir. Beggja vegna við nesið eru hins vegar víkur. Skv. herforingjaráðskortinu er þarna brött brekka 20-30 m fyrir ofan.
Lýkur hér þessari rýni og ég bíð eftir "sögunni allri".
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2011 11:32 - 06 apr 2011 23:23 #123 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Núna ,þann 6 apríl kl 10 lögðu þeir félagar af stað frá Raufarhöfn og stefna á Melrakkanes. Það er spennandi að fylgjast með þeim nú í dag og hver stefnan verður frá Melrakkanesi. það var einmitt á þessum legg sem Gísli H.F setti róðrarmet á hringróðri sínum 2009. Þá réri hann frá Raufarhöfn fyrir Langanes og að Skálum á sunnanverðu Langanesi-alls um 85 km vegalengd. Gísli var bara einn að verki. Nú eru þeir tveir kapparnir. Veður er gott hjá þeim en það gæti verið nokkur undiralda úr austri eftir atganginn síðustu daga. Nú fylgjumst við með Spotttækinu þeirra og látum það segja okkur hvernig þeim félögum miðar....Það er gaman að þessu.

Kl 16.30. Ekki réru þeir félagar langt að þessu sinni aðeins 5 km róður samkvæmt Spottækinu . Þeir tóku land í Húsavík skammt sunnan Raufarhafnar um hádegi og eru þar ennþá. Hvað hefur komið uppá er ekki vitað-nema ef Villý vissi eitthvað fræðandi. :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2011 02:53 #124 by Orsi
Replied by Orsi on topic Riaan frábær!
Þeir félagar ávinna sér sífellt meiri virðingu hjá manni með ferðalagi sínu. Þeir hafa fengið að klást við erfiðar aðstæður strax á fyrstu vikunni en styrkjast greinilega við hverja raun.

Mér finnst rétt að kasta því fram hvort ekki sé einboðið að róa með þeim styttri eða lengri leggi og þá sérstaklega að sameinast um að fara norður á Húsavík og vera á vettvangi þegar þeir koma í mark, á miðri Sail Húsavík hátíð þar í bæ. Það myndi að sjálfsögðu setja setja skemmtilegan svip á hátíðina að fjölga kayakmönnum þar, og róa með Rian og Dan síðasta legginn.

Gangi þeim bara áfram vel drengjunum. Miklar áskoranir framundan hjá þeim - en nú hafa þeir hendur sínar í útnyrðingi hert svo senn mætast stálin stinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 apr 2011 14:19 - 01 apr 2011 19:29 #125 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir félagar lögðu af stað frá Blikalóni á Melrakkasléttu uppúr kl 11 í morgun og settu stefnuna á Rifstanga-samkvæmt Spot tækinu þeirra. Um kl 13.30 höfðu þeir sett stefnuna 4-500 m utan Rifstanga en skerjótt er norður af tanganum. Sennilega er nokkurt brim þar núna í ANA áttinni sem er um 8 m/sek. Það er því verulegur sjór hjá þeim núna og á móti. Ekkert merki hefur borist frá Spottækinu frá kl 13.29 - hvað sem veldur. Eftir Mbl í morgunn stefna þeir á Raufarhöfn í dag. Rifstangi er nyrsti oddi Íslands. Þeir fara því að stefna í suðurátt.

Kl.14.45 fór Spottækið að sýna aftur og eru þeir núna nokkuð djúpt norður af Hraunhafnartanga -sennilega brimar vel við ströndina þarna. ;)

Þeir félagar lentu á Raufarhöfn kl 19.12 eftir 8 klst róður frá Blikalóni á Melrakkasléttu. Alls um 30 km róður sem sennilega hefur reynt á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2011 16:20 #126 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeim félögum gengur róðurinn vel. þeir eru lentir við Blikalón á Melrakkasléttu-skammt austan Rauðanúps. Takk, Villý fyrir upplýsingarnar ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2011 13:34 #127 by Villý
Replied by Villý on topic Re: Riaan frábær!
Þetta voru góðar ábendingar með staðsetninguna á tækinu og því er það komið á vestið hjá Riaan og virkar greinilega betur.
Það var gott hljóðið í þeim félögum og þeir voru spenntir að takast á við framhaldið. Þeir eru smá saman að læra á aðstæður og hvað virkar fyrir þá.
Félagar úr björgunasveitinni Núpum á Kópaskeri ætluðu að róa með þeim af stað í morgun og einnig að aðstoða við að koma tökuliði út á sjó.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2011 11:11 #128 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Já, nú eru allar sendingar frá Spottækinu þeirra í góðu lagi.Þeir eru lagðir af stað frá Kópaskeri og stefna fyrir Rauðanúp...og . Þetta er spennandi. Spotttækið gefur okkur skemmtilega innsýn í róðurinn hjá þeim. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2011 09:57 #129 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Riaan frábær!
SPOT tækið er greinilega hrokkið í gírinn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 14:33 #130 by palli
Replied by palli on topic Re: Riaan frábær!
Ég talaði við Brad í morgun (skipuleggjari Riaan og Dan) og benti honum einmitt á að tala við spot þjónustuaðilann og tékka á hvort þjónustan gerði ekki ráð fyrir löngu trakki.

Einnig að hafa spot tækið sjálft uppi á dekki og helst frammi á stefni eða aftur á skut.

Hann talaði einmitt um það sama og kom fram hjá Villý, þetta gengi vel hjá þeim en þeim þætti kalt hér og hálf nöturlegt.

Eru á Kópaskeri núna og stefna á að róa aftur á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 13:52 #131 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Já,Þessi bátategund ,en þó miklu breiðari, eru notaðir við sjóstangaveiðar á stilltum sjó. Í sambandi við hina nauðsynlegu vinnu hnjánna við kayakróður-þá eru þessir bátar með belti (ólar) sem festar eru við botnhliðar bátsins og mynda lykkju, síðan smeygir ræðarinn þeim yfir hnjáliðina og gerir þetta sama gagn og á okkar venjulegu..Þannig að veltihætta er ekkert meiri en á hinum klassisku. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 13:22 - 30 mar 2011 13:24 #132 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Riaan frábær!
Þessi bátahönnun er mikið notuð í stangveiðum og surfkeppnum og einhverju fleira sjálfsagt, en e.t.v. sjaldnar valin fyrir langferðir. Sú hugsun liggur sjálfsagt að baki hér að auka aðgengi og öryggi hins hreyfihamlaða Dans. Ókostirnir eru þá væntanlega þeir að erfitt er að beita bátnum eins og lokuðum bátum með hnjástuðningi í öllum mögulegum öldu- og vindgangi. Sem þýðir að þeir eru útsettari en ella fyrir að hvolfa.

Þeir eiga eftir að hvolfa ósjaldan og lenda á sundi en það verður bara eins og hver annar hvunndagslegi atburðurinn hjá þeim. Hringróðrar hingað til hafa verið óttalega sótthreinsaðir af hvolfunum eitthvað. Helst að Gísli hafi haldið uppi merkjum þeirra sem vilja skola gallann svolítið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 13:04 #133 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Riaan frábær!
Til að nota SPOT tækin, þá þarf virkan samning við Spot þjónustuna og þessir samningar eru misjafnir, takmarkast m.a. af fjölda merkja sem birtast á vefnum, þó svo að það er hægt að fá samninga sem innihalda ótakmarkaðan fjölda

Það er því mögulegt að samningurinn þeirra leyfi aðeins 25 merki á vefnum eða það þurfi sérstaklega að velja overwrite, til að yfirskrifa eldri merki þegar hámarkinu er náð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 12:07 - 30 mar 2011 12:11 #134 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Re: Riaan frábær!
Nú eru þessi SPOT tæki vatnsheld. Maður hefði haldið að það mætti festa það bara ofan á bátinn eða stefnið þannig að það hafi clear view til himins.

Hér má sjá útbreiðslukort

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2011 11:49 #135 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
það er ekki ólíklegt að eitthvað á bátnum skyggi á spottækið og trufli þannig sendingar og móttöku. Staðsetning skiptir miklu máli. T.d fór Gísli H.F of vel með spottækið í upphafi ferðar og hafði það í dekktöskunni. Flest merkin urðu þar eftir og enginn vissi um Gísla lengi vel. Gísli H.F getur upplýst um góða staðsetningu á bátnum--- :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum