Hálfmaraþon 2018 gekk aldeilis vel fyrir sig, engin afföll urðu á leiðinni og einu verk Björgunarsveitarinnar snérust um að losa sjávargróður úr stýrum einhverra báta. Björgunarsveitin var með góða yfirsýn yfir alla ræðara og við Ingi stóðum vaktina í tímatökunni og bökuðum svo pizzur á methraða sem runnu ljúflega oní keppendur og aðdáendur þeirra. Til að stytta okkur stundirnar á meðan við biðum eftir að keppendur kæmust í mark hljóp hálfnakið fólk sjálfviljugt í sjóinn og mátti litlu muna að stórslys yrðu þegar kayakarnir komu svo á svakalegri siglingu inn marklínuna á milli allra hausanna. :unsure:
Sú skemmtilega nýlunda var hjá klúbbnum að allir keppendur fengu medalíu og voru þeir eftirfarandi: