Fyrir hverja eru félagsróðrar Kayakklúbbsins?
Fyrir þá sem vilja róa í frábærum félagsskap um sundin blá og eru orðnir 18 ára.
Æskilegt að hafa farið á námskeið en ekki krafa, en þó er ekki æskilegt að menn séu að fara í 1.skipti á sjó í félagsróðri.
Félagsróðrar eru ókeypis skemmtun fyrir meðlimi Kayakklúbbsins og nýliða.
Þarf ég að eiga kayak til að taka þátt í félagsróðrum?
Kayakklúbburinn lánar afnot af klúbbátum fyrir meðlimi.
Einnig er hægt að fá afnot af árum, svuntum, blautgöllum og vatnsheldum toppum.
Búnaðurinn er hugsaður fyrir byrjendur og við hvetjum þá sem vilja stunda sportið til að koma sér upp eigin búnaði með tíma og ástundun.
Hvernig greiði ég fyrir klúbbaðild?
Nýskráning í klúbbinn er gerð hér í kerfi Abler.
Við hvern hef ég samband ef ég vil fá að leigja geymslu undir kayakinn?
Hafið samband við húsnæðisnefnd Kayakklúbbsins: hus<hjá>kayakklubburinn.is
Hvernig get ég haft samband ef ég er með fleiri spurningar?
Kayakklúbburinn er með Facebook síðu þar sem hægt er að koma með fyrirspurnir sem svarað er hratt og örugglega.
Svo má senda póst á : info<hjá>kayakklubburinn.is