Kæru félagsmenn

Kayakklúbburinn óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum árið sem er að líða.

Árið 2021 var gott ár fyrir Kayakklúbbinn, margir nýjir ræðara bættust í hópinn okkar á árinu og var mikil aukning í róðrum og aðsókn í starfið okkar vissulega hafði faraldurinn áfram áhrif og þurfti til að mynda að hætta við afmælishátíð okkar á síðustu stundu þegar mikið gekk á í faraldrinum.
Minnum félagsmenn á að senda upplýsingar varðandi endurgreiðslu fyrir afmælishátíð á Helgu Björk í stjórn.


En ferðir og félagsróðrar héldu sínu striki og er það aðalsmerki klúbbsins okkar og því ánægjulegt að það starf gat haldið áfram án vandræða.

Einnig langar okkur að senda þakkir sérstaklega til allra þeirra sjálfboðaliða sem hafa aðstoðað okkur á árinu og ljóst er að við sem klúbbur eigum mikið af frábæru fólki innan okkar raða.


Hlökkum til að sjá ykkur öll á sjó á nýju ári.

Bestu kveðjur stjórnin

Guðni Páll

Gísli Karlsson

Helga Björk

Örlygur Sigurjónsson

Erlingur Geirsson