Veiga hringnum lokað

Íslendingar eignuðust nýjan hringfara á laugardaginn þegar Veiga Grétarsdóttir kom í land á Ísafirði og lauk þar með 2100 km ferðalagi í kringum Ísland. Veiga bætti um betur og réri rangsælis eða á móti straumnum fyrst allra.

Ferða dagar voru um 100 talsins og hver róðradagur allt að 10 klt.

Sævar hélt uppi beinni lýsingu fyrir kayaksamfélagið á korknum svo margir fylgdust spenntir með.

Kaykklúbburinn óskar Veigu innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Þrír íslenskir hringfara, hver er næst/ur?