Fyrsta sprettkeppni Kayakklúbbsins fór fram laugardaginn 28. maí og segja má að allir hafi farið heim með bros á vör og nokkuð ljóst að þessi keppni er komin til að vera.
Allir keppendur notuðu eins kayaka,Valley Aquanaut Club og eins árar.
Fjórar konur og tíu karlar kepptu, konur í einum riðli en karlar í tveimur. Þar sem þetta var frumraun í svona keppni, 300 metra braut fram og til baka, kom nokkuð á óvart hve erfitt þetta var. Sérstaklega reyndi á menn þegar snúa þurfti 180 gráður og vera fljótur að og einnig var nokkuð krefjandi að hafa smá hliðarvind.