Samansafn af kortum með örnefnum á róðrarsvæði klúbbsins. Safnað af Sævari Helgasyni.
Samansafn af kortum með örnefnum á róðrarsvæði klúbbsins. Safnað af Sævari Helgasyni.
Átta keppendur mættu til leiks í hálfmaraþonið. Meðfylgjandi eru tímar keppenda. Millitími á Gróttu er gefinn innan sviga.
Ferðabátar karla
Ólafur Einarsson 2:09:20 (0:46:28)
Sveinn Axel Sveinsson 2:14:06 (0:47:35)
Þorbergur Kjartansson 2:21:28 (0:51:09)
Egill Þorsteins 2:23:40 (0:50:56)
Örlygur Sigurjónsson 2:41:50 (0:56:43)
Keppnisbátar karla
Eymundur Ingimundarson 2:09:51 (0:45:37)
Gunnar Svanberg Skúlason 2:16:17 (0:48:28)
Ferðabátar kvenna
Björg Kjartansdóttir 2:40:44 (0:57:59)
Það voru 21 ræðari sem hittumst við Skipavík í Stykkishólmi föstudaginn 8 ágúst og gerðu sig ferðbúna. Veður var hagstætt milt og stillt þegar lagt var af stað um eftirmiðdaginn. Stefnan var tekin á Vaðstakksey sem er i leiðinni en þar sem landtaka er fremur erfið þar var ákveðið að róa framhjá þar sem allir ræðarar voru i góðu standi og ekki ástæða til að fara i land. Í Elliðaey komum við á fjöru og klöngruðumst i land. Að afloknu matastoppi var gengið um eyna og hún skoðuð, land, húsakostur og viti.
Frá Elliðaey var róið vestur og norður fyrir og bjargið skoðað áður en stefnan var tekin á Fagurey en þangað er um 4 km róður sem sóttist vel, undiraldan var aðeins að stríða ræðurum sem verða sjóveikir. Í Fagurey er auðvelt að taka land jafnvel þó lágsjávað væri og þar er ekki svarti drulluleirinn sem einkennir marga fjöruna við Breiðafjarðar eyjar. Góð tjaldstæði eru i eynni , slétt og nægt landrými.