top of page

Bátageymsla Geldinganesi

Meðlimum klúbbsins stendur til boða að leigja pláss fyrir báta sína í bátagámum klúbbsins í Geldinganesi. Alls eru þar bátar geymdir í 14 gámum. Einungis er tekið við sjókayökum í geymslu, ekki SOT bátum.
Klúbburinn hefur til margra ára einnig haft aðstöðu fyrir geymslu báta í Nauthólsvík. Þar höfum við nú aðeins einn gám til umráða og vegna óvissu um framtíð  þess svæðis er ekki tekið við nýjum bátum þar í geymslu.

Minnt er á að Kayakklúbburinn ábyrgist ekki báta geymslu og tryggir ekki báta félagsmanna. Við hvetjum félagsmenn sem eiga báta í geymslu að huga að tryggingum þeirra hjá sínu tryggingafélagi.

Ef þú ert meðlimur og vantar pláss fyrir sjókayakinn þinn í Geldinganesi þá getur þú óskað eftir plássi með með því að fylla út og senda inn umsókn hér fyrir neðan. Plássið kostar 13.000kr. á ári.

Ósk um pláss í kayakgeymslu

Fylla þarf út alla stjörnumerkta reiti

Upplýsingar um bát til auðkenningar í gám

Efnisgerð
20250824_203732-EDIT_edited_edited.jpg
bottom of page