Áfram heldur haustdagskráin.
Áfram heldur haustdagskráin.
Uppskeruhátíð kayakfólks fór fram með pompi og prakt á laugardagskvöldið var. Hún var nú í fyrsta sinn haldin á vegum SÍL ásamt skútufólki og heppnaðist með miklum ágætum að blanda þessu saman.
Eini Íslandsmeistarinn sem gat mætt var Íslandsmeistari karla í sjókayak, Ólafur Einarsson og var honum afhendur farandbikarinn við dynjandi lófatak. Helga Einarsóttir, meistari kvenna á sjókayak var fjarri góðu gamni á Vestfjörðum og straumkayakmeistarinn, Jón Skírnir, er í Sviss í sínu námi.
Kayakkona ársins, Þóra Atladóttir, var á staðnum og tók við sinni viðurkenningu ásamt sjálfboðaliða ársins, Örlygi Sigurjónssyni. Kayakmaður ársins, Magnús Sigurjónsson, var hins vegar fjarstaddur í þetta skipti. Umsagnir um þetta sómafólk má sjá með því að smella á Read more ...