Akurey

Nú er að koma sumar og við förum í fyrstu klúbbferðina.

Næsta laugardag (21.apríl) förum við frá Geldinganesi í Nauthólsvík. Þetta er ca 22km róður. Við förum suður fyrir Viðey, yfir í Engey, Akurey, fyrir Gróttu og Búðagranda, með suðurströnd Rvíkur í Nauthólsvík. Þessi leið bíður upp á að koma inn í eða fara úr ferðinni við Skrafagarða (Viðey), Eyjaslóð (Grandi/Engey), Gróttu, Búðargranda (Golfvöllur).

Mæting er kl 9:30 í Geldinganes og gerum ráð fyrir rúmlega 5 tímum í þetta. Kaffistopp í Engey og við Búðargranda. Flutningur báta aftur í Geldinganes er á ábyrgð hvers og eins en að sjálfsögu hjálpumst við að eins og vanalega.

Þessi róður er augljóslega 2 árar/erfiðleikastig 2. „Lengri dagsferðir eða dagsferðir um svæði utan alfaraleiðar. Einnig ferðir sem taka fleiri en einn dag ef dagleiðir eru stuttar. Lámarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi kynnt sér félagabjörgun og helstu öryggisatriði sem varða kayakróður“ .

Þeir sem ætla að koma inn í ferð, verða að hafa samband við mig í GSM 8993055 í síðasta lagi fyrir kl 20:00 föstudagskvöldið 20.apríl.

Ath. Það er ekki sjálfgefið að félagsróður falli niður. Það verða örugglega einhverjir sem vilja fara í styttri róður þennan dag.

Tilkynnið mætingu á korkinum.