Vorhátíðin og Reykjavíkurbikarinn gengu sérlega vel fyrir sig. Veðurspáin var tvísýn dagana fyrir keppni og var spáð allmiklum vindi. Það rættist hins vegar úr veðri og kjöraðstæður voru fyrir keppni. Sumir keppendur höfðu þó á orði að vindur og sjólag hefði mátt vera meira krefjandi til að bæta stöðu báta með góða sjóhæfni en eru hlutfallslega hægari í mildu sjólagi.
Alls voru 19 ræðarar sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Róið var réttsælis umhverfis Geldinganesið og þaðan róinn hringur umhverfis bauju í Blikastaðakrónni (hólmi var ekki hringaður)
Það voru 15 ræðarar sem tóku þátt í 10 km róðri karla. Að þessu sinni kepptu allir í flokki ferðabáta (enginn keppnisbátur). Sigurvegari varð Ólafur Einarsson og næstir komu Sveinn Axel og Eymundur. Grænlensku árarnar sem hafa mikið verið notaðar á undanförnum vikum voru hvíldar og fimm efstu menn notuðu vængárar.