Hringróður um Ísland ,2013

10 maí 2013 10:21 #106 by palli
Planið var hjá honum að nota gamla tækið áfram. Vera með hitt í lestinni til vara.

Við Gummi Breiðdal fórum þrátt fyrir úrtöluraddir og sóttum tækið. Það lá bara í Meðallandsfjörunni nákvæmlega þar sem það sagðist vera skv síðasta punkti. Sáum það á 100 metra færi. Við hefðum getað sótt það með bundið fyrir augun. Mögnuð heppni samt að það skyldi reka akkúrat upp að Skarðsfjöruvita - það er slóði þarna niður á strönd og rennifæri. Ekkert auðvelt að komast alls staðar að ströndinni þarna.

Við hittum Guðna og Gísla svo í gærkvöldi og þeir létu vel af sér á Vík.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2013 09:57 #107 by eymi
Snilld að finna SPOT-tækið :), en verður strákurinn með það gamla áfram eða nýja? Ef nýja þurfum við þá ekki annað URL til að fylgjast með B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2013 21:34 - 11 maí 2013 07:57 #108 by Sævar H.
6. róðrarleggur á hringróðri um Ísland

Reynisfjall og Dyrhólaey


Ljósmynd: Mats Wibe, www. Mats. með leyfi höfundar

Nú í fyrramálið þann 10. maí 2013 leggur Guðni Páll upp frá Vík í Mýrdal í sinn 6. róðrarlegg á hringróðri sínum um Ísland.
Leiðin mun liggja fyrir Reynisdranga og Dyrhólaey og allt að Holtsós undir Eyjafjöllum- þaðan verður stefnan sett á Vestmannaeyjar og tekið land þar til dvalar .
Þessi róðrarleið er um 72 km .

Veður verður ágætt , hægviðri og austan hæg alda.

Nú er nýtt Spot tæki með í för.
Fylgjumst með því.

En gamla Spot tækið lætur ekki að sér hæða.
Eftir að hafa fallið fyrir borð í brotinu mikla undan Skarðsfjöruvita- , skolaði þar á land og sendi út staðsetningarmerki á sjálfu sér- var gerður út leiðangur til að finna tækið.
Tveir félagar úr Kayakklúbbnum lögðust í þann leiðangur og höfðu erindi sem erfiði - þeir fundu Spottækið þarna á sandinum- eftir þess eigin uppgefinni staðsetningu. :)



Kl. 10:30 þann 10.5.
Ég sendi Guðna SMS í morgun og bað hann að starta tækinu þarna í Vík. Siðan sló ég á þráðinn til hans núna rétt í þessu. Hann er búinn að kveikja á tækinu og það blikkar eðlilega hjá honum- það er stutt síðan hann kveikti á því - það getur tekið smá tíma að það berist um gervihnöttinn og stjórnstöðina og á netið.
En Guðni Páll er að ýta úr vör núna frá Vík í Mýrdal. ;)
Og við Holtsós bætist honum róðrarfélagi yfir til Vestmannaeyja. Gunnar Ingi , kayakræðari ætlar að róa með Guðna Pái þá leið. :P

Og á meðan við bíðum róðurs er gott að huga að gömlum ráðum fyrir tíma tækninnar.

Að gera ölduspá að fornum hætti.

Fyrr á öldum þegar menn gátu ekki stuðst við veðurstofuspár né ölduspár beittu þeir ýmsum aðferðum við að átta sig á væntanlegu sjólagi í róðrum

„ Einn er sá háttur sumra formanna austan fjalls og víðar, að þeir skynjuðu sjávarlagið úti fyrir í myrkri með því að ganga niður að flæðarmáli krjúpa þar niður og leggjast flatir, svo að eyrað numdi við sand eða stein.----„Þeir voru að leita að undirhljóðinu“ . Það var niðurinn sem að landi barst undan fallkvikunni.

Formaður undir Eyjafjöllum hafði þann sið , þegar hann kom í sand og ætlaði í róður, að leggjast niður í brimlöðrið og láta það flæða um lærin á sér . Flæddi það þungt, hikaði hann við að róa, en flæddi það létt , réri hann.
Var honum aldrei hált á þessu „

Tilv.: Íslenskir sjávarhættir, bindi III, bls 226

Kort af róðrarleiðinni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5876092015396847186
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2013 08:54 - 10 maí 2013 23:12 #109 by Sævar H.
5. róðrarleggur á hringróðri um Ísland

Vík í Mýrdal

Ljósmynd Mats Wibe, www.mats, með leyfi höfundar

Nú um kl 09:00 þ. 9.maí mun Guðni Páll , kayakræðari, ýta á flot frá sandinum neðan Alviðruhamarsvita og halda áleiðis til Vík í Mýrdal sem er um 40 km róður.
Nú verður ekki hægt að fylgjast með Guðna Páli um Spot tækið góða- það fór fyrir borð í brotsjónum mikla sem hann fékk á sig í gær.

En hann er með neyðarsendi, talstöð og GSM síma..
Gísli H. Friðgeirsson, fv hringfari á kayak er staddur þarna fyrir austan og mun fylgjast með Guðna Páli úr landi og taka á móti honum í Vík í Mýrdal.

Veður kl. 8 í morgun við Skarðsfjöruvita: NV 2 m/sek og hiti 5,7 °C . En klárlega brim við ströndina.


Kl 12:20

Ég var að fá símtal frá Gísla H.F. :
Guðni Páll ýtti frá sandinum útfrá einni kvísl Kúðafjlóts, sem er skammt SA við Alviðruhamarsvita, kl 10:30
Og komið er nýtt stýri á bátinn. Guðni var svo forsjáll að hafa eitt varastýri með. :P
Lítilshátta brimalda var við ströndina en mjög gott þegar yfir þá öldu var komið.
Hann ætti að vera búinn að róa um 15 km þegar þetta er sett inn og á því eftir um 25 km í Vík í Mýrdal.
Þar ætti hann verða um kl. 15:30 .
Guðni Páll er hress og kátur og lætur þrekvirkið í gær bara efla sig. ;)
Hann er smá stirður í bakinu og lítilsháttar marinn eftir brotsjóinn.
Sannalega sjóvíkingur, Guðni Páll :)

Kl 16:00

Guðni Páll lenti í fjörunni í Vík í Mýrdal nú kl 15:45 og í ágætis veðri en smá vætu. Guðni er hress, en tognunin í bakinu er smá að angra hann . Síðan er það þegar menn með "skrifstofuhendur" fara að stunda sjóróðra dögum saman - þá er húðin í lófunum þunn og viðkvæm. Það myndast blöðrur. :( Það vandamál angrar Guðna nú um stundir . Smá saman safnast sigg í lófana og hann fær alvöru sægarpahendur :) En allt horfir þetta til betri vegar með tímanum. ;)

Hann hefur hug á að halda áfram í fyrramálið - en meira um það síðar í kvöld :P

Og Palli Gests, formaðurinn okkar, er á leið austur í Vík í Mýrdal með nýtt Spot tæki fyrir okkur og Guðna Pál. Þá geta allir tekið gleði sína á ný. :)

Meira síðar

Brotsjór undan Meðallandi
Þegar Guðni Páll lagði upp frá sandfjörunni milli Gígjukvíslar og Núpsvatna í gær þann 8. maí var logn og brimlaust í fjörunni.
Og það ástand hélst lengi vel á róðrinum .
Um það bil sem hann nálgast útstreymi Eldvatna fer að koma ylgja á hafið og fer síðan mjög vaxandi .
Þegar skammt er í Skarðsfjöruvita er kominn haugasjór með vindstreng.
Þarna myndast miklir straumar við ströndina .
Og áhrif hinna miklu jökulfljóta og stór áa sem þarna renna í hafið með allri ströndinni- Skeiðará, Gigjukvísl, Núpsvötn,Hverfisfljót, Skaftá, Eldvötn og Kúðafljótið, hafa þarna mikil áhrif á strauma og þar með sjólag við ströndina.
Guðni heldur sig um 1 km frá ströndinni á róðri sínum.
Og það er síðan þegar stutt er eftir að Skarðsfjöruvita að hann kemur auga á mjög rísandi straumölduhnút til hliðar við sig þarna í öldukaðrakinu
Þetta ferlíki nær hæð á við 3ja hæða hús – og hvolfist yfir hann- heljar brotsjór.
Þrátt fyrir þá skelfingu sem grípur um sig við svona náttúruhamfarir heldur Guðni Páll fullri stjórn .
Grípur fast um árina – til að missa ekki tök á sjálfum lífsþræðinum sem árin er við þessar aðstæður,
Brotið kýlir hann aftur á dekkið og bátnum hvolfir í hafrótinu. Hann nær að velta bátnum upp á ný á réttan kjöl – brotið er gengið yfir. En Spot tækinu og GPS tækinu skolaði fyrir borð .
Sjór komst í svokallaða daglest sem er lítið hólf fyrir dagsnesti á róðri- en aðal lestarlúgurnar stóðust átökin þannig að enginn sjór komst í bátinn .
En stýrið aftan á bátnum fór í mél og er ónýtt.
Báturinn stóð sig með prýði.
Þrátt fyrir þetta áfall ákveður Guðni Páll að halda áfram allt að Alviðruhamarsvita og freista lendingar þar – þar er gott vegasamband og gott hús við vitann.
Hann nær sambandi með GSM símanum við Gísla H. Friðgeirsson, í bakvaraðsveit róðursins- sem gerir sér ljóst að Guðni Páll gæti verið í verulegum vanda.
Hann lætur Landsbjörgu og yfirvöld vita um stöðuna .
Það er þegar í stað sett í gang viðbragðaplan allt frá Hornafirði til Vík í Mýrdal. .
Spotttækið rekur á land við Skarðsfjöruvita og fer að senda staðarákvaraðinir- haldið er í fyrstu að Guðni Páll sé lentur þar- en ekki var á þeirri stundu vitað að tækið hafði farið af bátnum.
Þetta olli villustaðsetningu Guðna Páls.
Það er ekki fyrr en hann tekur land við Alviðruhamarsvita um kl 18:15 og kemur boðum um talstöð að nákvæm staðsetning fæst.
Guðni Páll er heill á húfi eftir þessa miklu þrekraun. :)
Þjálfun hans við mjög erfiðar aðstæður skipti sköpum. ;)

Athugasemd: Líklegt má telja að þessi risaalda sem myndaðist þarna hafi orðið til vegna neðansjávarsandrifs . Það er þekkt þarna að neðansjávarsandrif verði til 500-1000 m frá landi.


Kort á róðrarleiðinni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5875902180349768002

Kort af stöðu hringróðurs um Ísland

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738073399053505
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2013 10:42 - 09 maí 2013 08:13 #110 by Sævar H.
4. róðrarleggur á hringróðri um Ísland 2013


Vitinn á Alviðruhamri

Mynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður


Núna kl. 10:00 í morgun þann 8.maí lagði Guðni Páll , kayakræðari upp frá dvalarstað sínum á Skeiðarársandi, milli Gígjukvíslar og Núpsvatna, eftir að hann varð þar veðurtepptur frá því á mánudagseftirmiðdag.
Hann bjó þar við vont veður og erfit sjólag til róðurs.

En nú hefur glaðnað til - frábært veður og sennilega nokkuð gott í sjóinn.
Og leiðin liggur nú allt að Alviðruhamarsvita í Álftaveri.

Þar er viti og hús. ;)

Þar sem ég er á leið á sjó verður ekki sett inn frekar fyrr en um kl 15: 00

Kl. 16:00
Síðasta merki frá Spot tækinu er frá kl. 14:00 . Þá er Guðni Páll staddur 1 km útaf Eldvatni og á eðlilegu skriði. Nú kl. 16:00 hafa ekki borist merki frá tækinu í 2 klst. Annað hvort er Spot tækið rafmagnslaust eða sá púnktafjöldi sem heimild er fyrir er uppurinn á tíma eða 50 púnktar. Hann ætti að vera að nágast Kúðafljótið núna kl. 16:00

Kl. 18:35
Eftir að Spot-tækið hafði ekki sent út frá kl 14:00 og allt þar til merki kom frá því neðan við Skarðsfjöruvita upp úr kl 16:00 töldum við Gísli H.F að einhver bilun hafði komið fram.
Gísli hafði heyrt í Guðna Páli um GSM síma á þeirri leið og hafði hann þá lent í sjóhremmingum og nú er upplýst að Spot tækið fór fyrir borð og rak upp neðan við Skarðsfjöruvita og byrjaði að senda eftir að það kom úr sjónum og þornaði.
En Guðni Páll hélt róðrinum áfram án þess að það væri vitað- þar sem Spot tækið fylgdi ekki lengur hans ferð.
Sambandslaust var við hann bæði með talstöð og GSM- eða hann ekki getað sinnt því.
Guðni Páll lendir síðan um kl. 18: 15 vestan Kúðafjlóts í Álftaveri niður af Alviðruhamarsvita .
Þá lætur hann vita af sér um talstöð og allt er í lagi , utan þess að hann er bæði þreyttur og slæptur eftir um 60 km róður frá Skeiðarársandi og án landtöku og því án hvíldar og næringar og í afar erfiðu sjólagi.
Um 1.1 km er frá fjöruborði og upp að vitanum þar sem er skýli eða steinhús.
Yfirvöldum er kunnugt um málið- en þau hafa verið í viðbragðasstöðu frá því um kl 15:30 að ósk Gísla.H.F
Sem sagt allt er í lagi með Guðna Pál, kayakræðara. ;)
Hann er við Alviðruhamarsvita.

Kl. 22:20
Það sem er að frétta af Guðna Páli , kayakræðara, er að hann gistir í vitaaðstöðunni í Alviðruhamarsvita í nótt.
Gísli H. Friðgeirsson er kominn austur að Alviðruhamarsvita og dvelur þar með Guðna Páli í nótt.
Guðni Páll hefur það ágætt eftir þrekvirkið í dag- dálítið aumur í baki eftir að brotsjórinn helltist yfir bátinn og lagði hann flatan aftur á bak.
En hann er hvergi banginn .
Í fyrramálið leggur hann upp frá Alviðruhamarsvita og stefnir á Vík í Mýrdal.
Þegar þangað er komið má heita að stór sigur verði í höfn- að hafa sigrað lang erfiðasta hluta hringróðursins sandströndina miklu frá Höfn í Hornafirði til Vík í Mýrdal, alls um 240 km leið , við afar erfið skilyrði.
Stýrið á bátnum brotnaði í spón þegar brotið reið yfir, þannig að hann verður að róa stýrislausum bátnum til Vík í Mýrdal ,að öðruleyti stóðst báturinn átökin með sóma.
En nú verður ekkert Spot tæki - það er grafið einhverstaðar í sandinn við Skarðsfjöruvita og kemur sennilega aldrei fram- það er að eilífu þagnað.
En Guðni er samt með neyðarsendi.
Og Gísli H.F mun taka á móti honum í Vík - á Uppstigningardag -dálítið táknrænt :)
Gísli H.F mun upplýsa mig á morgun og ég kem því á þennan vettvang. ;)

Meira á morgun.

Kort af róðrarleiðinni

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5875558434250546242

Kort af stöðu hringróðurs um Ísland
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738163360116850
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2013 07:31 - 07 maí 2013 16:59 #111 by Sævar H.
3. róðrarleggur

Brimlending inn í Jökulsá á Breiðamerkursandi

Mynd : Einar Björn Einarsson, Jökulsárlóni

Núna þann 6. maí 2013, í morgunsárið , er Guðni Páll að leggja upp í sinn 3. róðrarlegg á leið sinni á kayak umhverfis Ísland.
Undanfarna 4 daga hefur hann verið veðurtepptur við Ingólfshöfða – þaðan sem hann leggur nú upp.

Veður og sjólag til til róðurs er nokkuð skaplegt , hægviðri en talsverður sjór og því á móti brimöldu að fara þegar ýtt er úr vör.

Og nú er förinni heitð frá Ingólfshöfða og allt til Skaftárósvita undan Kirkjubæjarklaustri – alls um 62 km róðrarleggur.

Ingólfshöfði og Öræfajökull í baksýn

Ljósmynd © Mats,, www.Mats með leyfi höfundar

Guðni Páll er að róa um erfiðasta róðrarsvæði Íslands sem er "Sandarnir miklu" fyrir allri suðurströndinni- en að sama skapi eitt stórbrotnasta landsvæði Íslands.

Þar ber hæst Vatnajökul með Öræfajökli , Skeiðaársand með fljótunum miklu, Skeiðará og Gígjukvísl .

Og fyrir augu að áfangastað ber strandbergið mikla ,Lómagnúp, hátt.

Og Spotttækið verður opið og segir okkur allt um leið Guðna á rauntíma- fylgist með því. Guðni áætlar að hefja róðurinn um kl 09:00

Búast má við að róðurinn taki um 9-10 klst - við fylgjumst spennt með ;)

KL. 10:00
Guðni Páll ýtti úr vör frá Höfðavíkinni, austan megin, við Ingólfshöfða kl 09:20 og honum hefur greinilega gengið vel að komast gegnum brimið við ströndina, því kl. 09:52 er hann kominn vestur fyrir Ingólfshöfðann og er um 0.4 km frá ströndinni og stefnir með Skeiðarársandi . Flott hjá Guðna Páli :P

KL. 12:52
Guðna Páli miðar róðurinn mjög vel. Hann heldur 6,7 km/klst meðalhraða og hefur lagt að baki 22.5 km . Veður hjá honum er mjög hagstætt, ANA 8-12 m/sek, hiti 8,5°C og um 1,4-1,5 m ölduhæð með stefnuna famanundir á hlið (eins og á meðf. korti.) Hann heldur sig um 1 km frá ströndinni. Sennilega tekur hann land innan skamms til hvíldar og hressingar . ;)

KL. 15:24
Nú hefur Guðni Páll lagt að baki um 39 km og meðalhraðinn er um 6,5 km/klst. Veður er óbreytt - þó heldur lægt og ölduhæð um 1,4-1,5 m . Guðni hefur ekki tekið land sem komið er. Hann er að fara fyrir Gigjukvísl og Lómagnúp. Ef hann stoppar hvergi þá gæti hann orðið við Skaftárós kl. 19:30. ;)

KL. 16:50
Guðni Páll hefur nú tekið land mitt á milli Gígjukvíslar og Núpsvatna. Hann renndi sér þvert upp í fjöruna og vandamálalaust samkv Spot tækinu. Þetta eru góðar fréttir. Landtaka í lagi og nauðsynleg hvíld og hressing eftir > 40 km látlausan róður. Þegar hann fór fyrir Skeiðará kom mikill skriður á bátinn í rétta átt- síðan hægði á. Veður er óbreytt svo og sjólag. ;)

Kl. 20:00
Guðni Páll tók land vegna smá lasleika og kemst því ekki í Skaftárós í kvöld. Hann verður að tjalda þarna á sandinum milli Gígjukvíslar og Núpsvatna. Veður og sjór er að spillast og verður austan hvassviðri hjá honum til hádegis á morgun og vaxandi brim. Útlit er fyrir að hann verði veðurtepptur þarna til fimmtudagsmorguns - en þá verður komið gott til lofts og sjávar. Það var slæmt að ná ekki í Skaftárós í kvöld eins og planið var. En svona er nú suðurströndin og hann er á versta staðnum. :( Hann er við neyðarskýli þarna en það er ónýtt-hann kemst ekki í skjól þar.

KL.10:23 .7.maí 2013
Ekki hefur náðst símasamband við Guðna síðan um kl. 20:00 í gærkvöld en þá var símasamband slæmt. Þá var hann að búa sig og bátinn til næturdvalar þarna á sandinum-en ég upplýsti hann um að hvasst myndi verða hjá þeim í nótt og vatnsveður .En sjálfur var hann orðinn hinn hressasti - utan það ,með að þurfa að dvelja þarna í einhvern tíma. Nú er veður mjög að batna og hitastig er > 5¨C og fer hækkandi. Það er eingöngu sjólagið sem hindrar för-en Guðni verður að meta það frá klst- klst með áframhald. :unsure:

Kl.15:30 7.5.2013
Var að spjalla við Guðna Pál. Það fer vel um hann þarna á sandinum - en óþreyjufullur að leggja af stað á ný. Hann ráðgerir að leggja upp á ný í fyrramálið þann 8. maí . Veður er sæmilegt og fremur hlýtt - en sjórinn og brimið er óbreytt. Ölduhæð á að fara dvínandi.
Næsta innlegg verður væntanlega Róðrarleggur 4 ;) Gígjukvísl- Alviðruhamar sunnan Kúðafljóts sem er 63 km róður

Myndin er að hluta til yfir dvalarsvæði Guðna Páls

Ljósmynd Mats Wibe. www.Mats, með leyfi höfundar

Myndir og kort af róðrarleiðinni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5874617351127256097

Staða hringróðurs um Ísland 7.maí 2013
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738073399053505
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2013 09:47 - 03 maí 2013 23:59 #112 by Sævar H.
Á meðan við bíðum af okkur veðrið og sjólagið við suðurströndina-þar til Guðni Páll getur aftur haldið róðri sínum áfram -koma hér nokkrar glefsur um brimlendingar á áraskipum fyrri alda, við Suðurströndina.

Brimlending á söndum suðurstrandarinnar

Mynd: Þjóðminjasafnið

Smávegis um brimlendingar frá tímum áraskipanna.

Brimlendingar á söndum :

- „Yfirleitt skipti miklu máli ,hvernig stóð á sjó ,þegar freistað var lendingar. Með hásjávuðu flaut betur upp í sandinn, enda var landsjórinn þá stærri og aflmeiri. Betra þótti að lenda tómu skipi en hlöðnu. Væri grunnt í lánni eða við marbakkan, féll land sjórinn í lykku og torveldaði það lendingu, því þess konar holföll báru hvorki skipið né lyftu því, en óðu yfir það og kæfðu eða hvolfdu. Hár marbakki , sem illa féll upp á , var hættulegur til lendingar og holsjór hættumeiri en múgasjór.“

Tilv.: Íslenskir sjávarhættir bindi V bls. 163

Brimsundalendingar :

- „ Í verstöðvum þar sem um viðsjál sund þurfti að fara –var landtakan oft tvísýn og legið til laga. Skip sem fyrst komu að sundi til lendingar-átti lagið. Miklu þótti skipta , hvort lenda yrði á útfalli eða aðfalli. Væri útfall, þegar komið var að og brim hafði haldist svipað frá því lagt var í róðurinn , var hættu meira að lenda, heldur en ef mikið hafði fallið að – væri flóðglenningur. Oft leið langur tími þangað til fært þótti að kalla lagið . Enda reynslan : Lags skal bíða þá lent er í brimi, lengi skal lags bíða, - sæta lagi
Formaður sleppti stundum mörgum lögum, sökum þess hve stutt þau voru- aðeins upphleypuhik. Þegar stóra öldu bar að, áttu menn til að segja: „ Það er sopi í þessari“

Tilv. : Íslenskir sjávarhættir bindi V bls. 165

- „ Þegar lagið loks kom kallaði formaður hátt og snjallt : „Lagið, róið þið nú“ eða „Leggjum á sundið í Jesú nafni“ „ Gæti hver sinnar árar og dugi nú sem best „ „ Verið óhræddir og öruggir“ Samstundis var tekið til ára og róið eins og mest mátti verða- lífróður. Þá reið á að festa ekki árina í sjó,- fara af laginu – setja alla af laginu – missa sjó og velta þar með aftur á bak í fangið á þeim sem framar sat. Þá sannaðist málshátturinn: Betra er autt rúm en illa skipað.“

Tilv. Íslenskir Sjávarhættir bindi V bls. 167

Skýringar .
Múgasjór : Allstórar samsíða öldur
„ Lánni“ : Sjór í fjöruborðinu-flæðarmálinu.
Holsjór : Myndast vegna andstæðrar stefnu vinds og straums.
Marbakki : Sjávarbakki (brattur hjalli úr möl eða sandi myndaður
undir vatnsborði með fram strönd sjávar
Flóðglenningur : Þá er sjó lægir svo um flóð að þá er fært að róa


Góða skemmtun :)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2013 20:22 - 02 maí 2013 10:32 #113 by Sævar H.
Guðni Páll við brottför frá Hornafirði



Að afloknum 100 km kayakróðri :

Nú þegar Guðni Páll hefur náð þeim áfanga á 2 dögum að róa frá Hornafirði til Ingólfshöfða – um 100 km leið-verður smá hlé á róðrinum vegna veðurs.

Þessir tveir róðaradagar hafa einkennst af erfiðu sjólagi, brimlendingum og kulda.
Þó hitastigið sé um – 1 °C er vindkælingin mikil.
Handkuldi, þó áralúffur og flísfettlingar undir , er boðlegt í stutta róðra, er annað þegar róið er látlaust í 9 klst.
Einnig tekur í andlitið í þessum kulda og baðaður særoki.
Það má kalla hann Guðna Pál sannan sjóvíking.

Guðni hefur fengið fráfærar viðtökur allstaðar þar sem hann hefur komið.
Hornfirðingar gáfu góð ráð varðandi veður og sjólag.

Í Jökulsárlóni tók staðarhaldari vel á mót þessum gesti sem lenti með svona óvenjulegum hætti þarna á bökkum Jökulsár á Breiðamerkursandi.
Þegar Guðni Páll var að fara niður Jökulsána við brottför var aðalhættan sú að lenda á djúpsigldum ísjökum í brimrótinu.
Allt tókst það vel.

Og róðurinn að Ingólfshöfða gekk mjög vel –einkum seinnihlutinn vegna framúrskarandi lensaðstæðna .
Hann lenti í Höfðavíkinni í talsverðu brimi en stór steinn sem hafði losnað úr bjargvegg Ingólfshöfða varð honum óvænt skeinuhættur þarna í annars hreinni sandfjörunni. .
Stýri bátsins rakst í en ekki alvarlegt.

Einar Rúnar Sigurðsson, fjallaleiðsögumaður í Hofsnesi sótti Guðna og alla útgerðina á heyvagni frá Ingólfshöfða og til byggða.
Þau á Hofnesi gátu ekki til þess hugsað að láta Guðna Pál dvelja í tjaldi niður í Ingólfshöfða í þessum fimbulkulda og komu honum í bændagistingu að Hofi.
Stjanað við kayakræðarann.
Og nú dvelur Guðni Páll hjá húsráðendum að Hofi þar sem er bændagisting og ferðaþjónusta.
Og þarna hyggst Guðni Páll dvelja þar til veður og sjó lægir.
Við veður og sjólagsmatið nýtur hann heimafólksins sem gjörþekkir öll veðrabrigði þarna.

Nú verður smá hlé á þessum róðrapistlum mínum vegna veðurs og sjólags undan Öræfajökli. :)

Hrikalegar aðstæður við brimlendingu inní Jökulsá á Breiðamerkursandi
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5873147531370761089

Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón tók myndirnar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2013 09:38 - 01 maí 2013 18:07 #114 by Sævar H.
Brimlending


Nú er róðraleggur 2 að hefjast hjá Guðna Páli.
Samkvæmt heimasíðu hans lýsti hann róðrinum í gær,erfiðum vegna sjólagsins.
Klárlega hefur það verið svo, að róa í 9 klst á lensi í 1,5 m ölduhæð og í 10-15 m / sek vindi.
Og við Jökulsárlónið tók við hörku brimlending.
Sannalega æfintýra róður hjá Guðna Páli.
Ekkert samband hefur náðst við hringræðarann-GSM síminn lokaður næstu tvo mánuði- segir símsvarinn .
Vonandi rætist úr því. Gert er ráð fyrir að leggur nr. 2 hefjist milli 10 og 11 í dag. :unsure:

Róðrarleggur nr. 2 :

Nú liggur leiðin frá Jökulsárlóni til Ingólfshöfða , um 38 km langur róðrarleggur.
Veður verður hæg N-NA átt . Hiti um 0 °C og bjart í lofti.
Ölduhæð verður < 1 metir og stefna öldu frá NA til SV.
Búast má við nokkurri brimlendingu við Ingólfshöfða en minna að vestanverðu , í Kóngsvíkinni, þar sem meira skjól er af höfðanum. ;)

Ingólfshöfði

Ljósmynd © Mats, www.mats.is. með leyfi höfundar

Fyrr á öldum voru 3 verbúðir við Ingólfshöfða og sjór stundaður á vorin og frameftir sumri en hvortveggja var að fiskur gekk seint á grunnslóð og vetrarveður hömluðu sjósókn.
En sandarnir miklu eyðilögðu smá sama skilyrði til útgerðar þarna við Ingólfshöfða – lendingar urðu sífellt verri .
Skeiðarárhlaup og eldvirkni lögðust á eitt og bátavarir sem áður voru góðar við Ingólfshöfða hurfu í sandinn.
En á sandana miklu vestan Ingólfshöfða gekk útselur í stórum stíl til að kæpa.
Þá var hann drepinn í miklu magni og notuð barefli og sveðjur .
Nú er Ingólfshöfði einkum nýttur fyrir túrista til náttúruskoðunar. ;)

Kl. 10:56
Var að heyra í Guðna Páli. Hann áætlar að leggja af stað um kl 11 frá Jökulsárlóni. Timasetning vegna flóðs um ós Jökulsár er mikilvæg vegna brims. Eftir að Ingólfshöfða er náð verður Guðni að meta stöðuna vegna vísbendinga um erfitt veður og sjólag -um stund- fyrir erfiðasta kafla á öllum róðrinum- leiðina fyrir Sandana miklu -milli Ingólfshöfða og Dyrhólaeyjar-alls um 140 km leið.

Kl. 11:30
Nú er Guðni Páll, kayakræðari lagður upp frá Jökulsárlóni og stefnir á Höfðavík við Ingólfshöfða- 38 km róður framundan.

KL 15:30

Guðna Páli miðar vel áfram. Hann heldur 7.6 km/klst meðalhraða. Höfðavík við Ingólfshöfða er nú í um 7.6 km fjarlægð þannig að hann ætti að lenda þar í fjörunni kl. 16:30 . Þá hefur hann lokið við legg nr 2 sem er um 38 km. Sennilega verður smá brimlending en ekki eins og í gærkvöldi. Nú er spennandi með framhaldið- setja veðurguðirnir strik í reikninginn ?

Kl. 16:58 var Guðni við Höfðavíkina og kominn í land vestanmegin á Íngólfshöfða kl 16:58 samkv Spottækinu

Krækjur:
Mynd og kort.

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872773676445630946

Staða hringróðurs við Ingólfshöfða

plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738073399053505
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 20:28 #115 by Icekayak
Heldur betur flott hjá kalli.....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 19:53 #116 by Össur I
Guðni er að taka land innan við brú í Jökulsárlóni í þessum töluðu orðum ....
Lendingin tóks vel hjá kappa. Heldur betur glæsilegur 1. leggur.
Glæsilegt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 19:34 - 30 apr 2013 19:40 #117 by Össur I
Var að leggja á Einar Björn staðarhaldara á Jökulsárlóni.
Ég sendi hann niður í ós til að taka á móti Guðna, velji hann að taka land þar (sem er planið).
Einar er búinn að koma augum á Guðna og segir hann nokkuð frá landi.
Það er norðan átt og hann segir þó nokkuð brim í ósnum og ekki auðvelda lendingu.
Við bíðum og sjáum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 18:43 - 01 maí 2013 10:00 #118 by Gíslihf
Það getur hafa verið brimlending eins og Sævar segir.

Þarna háttar aftur á móti þannig til að á fjöru er unnt að fá brimskjól fyrir austlægri öldu og fínt skjól undir klettavegg til að snæða.

Hálsaklettar skaga út í sjó og er rif þar fyrir framan sem er uppi á fjöru (um kl. 16 síðdegis í dag) og vík fyrir innan, Hestgerðisvík.
Hér er bútur úr gamalli loftmynd og hvíta þverstrikið á miðri mynd er brim við klettinn.



PS: Þegar ég sá að Guðni Páll brunaði út ósinn - varð ég gagntekinn af gömlum baráttuspenningi í huga og tilfinningum - og átti erfitt með að koma til baka og átta mig á að ég sat við tölvu mína heima í hlýju og logni!

Stærri mynd - Borgarhöfn
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 16:51 #119 by Steini
Flott hjá drengnum, fyrsta stopp hans var við Skinneyjarhöfða en þar dró ég fyrir silung í sex sumur þegar ég var í sveit þarna í Flatey.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2013 10:54 - 01 maí 2013 07:52 #120 by Sævar H.
Lagt upp frá Höfn í Hornafirði í morgun kl. 10:40


Róðrarleggur 1

Núna kl. 10:40 ýtti Guðni Páll , kayakræðari úr vör frá Höfn í Hornafirði og Spot-tækið er tekið til starfa. :P

Það er bjart og gott verður á Höfn í Hornafirði nú um kl 10 þegar Guðni Páll ,kayakræðari leggur upp í sinn 1. róðrarlegg á hringróðrinum um Ísland. Það er norðan 5 m/ sek ,hiti um – 2 °C og hálfskýjað.

Ölduhæð við öldumælingarduflið, sem er 2,2 sjómílur ( 4 km) útfrá Hornafjarðarós , er 1 metir og 6,1 s ,tíðni.
Öldustefna er frá NA- SV sem þýðir að Guðni Páll fær gott lens af öldunni en golan er á hlið.
Og kayakinn hans Guðna Páls er einmitt fínn lensari.

Að öllu þessu samanlögðu er ljóst að hringróðurinn fær óskabyrjun og óskabyr.
Og nú eru 55 km róðrarleið framundan frá Höfn í Hornafirði og að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi

Við fylgjumst spennt með ;)

Jökulsárlón


Myndin er fengin að láni af netinu

Jökulsárlónið er stórt lón milli Breiðamerkurjökuls og sjávar .
Jökulsá á Breiðamerkursandi rennur úr lóninu .
Jölulsáin er mjög stutt eða um 1 km milli lónsins og sjavar.
En hún er samt í röð vatnsmestu fljóta landsins.
Jökulsárlónið sem myndast hefur milli Breiðamerkurjökuls og Jökulsárinnar er um 100 metar djúpt og því að mestu undir yfirborði sjávar .
Jökulsárlónið er yfirleitt þakið stórum og miklum ísjökum sem brotna sífelt úr við framskrið Breiðamerkurjökulsins.
Vinsælt ferðamannasvæði og eru siglingar á lóninu í boði yfir sumartímann.
Fyrir tíma brúarinnar yfir Jökulsána lá leiðin yfir Breiðamerkurjökul ofan lónsins.
Árið 1932 var tekið að ferja yfir ána en síðan var hún brúuð árið 1967.
En þarna er allt á iði við Jökulsána, ágangur sjávar brýtur stöðugt land og áin styttist og spurning hvenær áin sjálf hverfur og stór fjörður myndast þar sem nú er Jökulsárlón og hvað verður þá um brúna ?

Meira síðar í dag. :)

KL 12:37
Það er góður skriður á Guðna Páli,kayakræðara. Á 2 klst hefur hann lagt að baki 14.4 km sem er 7.2 km /klst meðalhraði. Hann er nú skammt undan Skinneyjarhöfða. ;) Um sinn hefur vindur færst í aukana og er nú NA 10-14 m/sek og Guðni færir sig nær landinu þar sem er hægara um. Það er því hörku lens .

13:10
Hann hefur tekið land í Skinneyjarhöfða pása ?. En það lægir aftur seinniparinnn. :unsure:

Kl 15:25 til 15:45
Tekur Guðni pásu í sandfjörunni þar sem heitir Hálsar utan við Hestgerðislón undan Borgarhafnarfjalli. (allir vita hvar það er :) )
Þá hefur hann lagt að baki um 32 km frá upphafsstað í Höfn í Hornafirði .
Og hann hefur nú hafið róðurinn á ný.
Klárlega hefur verið brimlending hjá honum þarna í fjörunni og því góð æfing og reynsla fyrir framhaldið.
Og nú eru eftir um 27 km í ósinn í Jökulsá við Jökulsárlón. Veður er : NA 10-15 m /sek og því lens.
Bjart veður og hitastig um 0 °C

Kl 18:10
Guðni ,kayakræðari kominn framhjá Breiðabólstaðarlóni og á eftir ófarna 11 km að lokaáfangastað í dag - Jökulsárlóni
Þar gæti hann verið um kl. 19: 40 gangi fram sem horfir. Vind er að lægja er nú NA 8-12 m/sek og áfram lens . ;)

Kl:19:57
Þar sem nokkur tregða er á Spottækinu og lokamerkið ekki komið- þá eru upplýsingar hér á eftir frá Össuri um að Guðni Páll hafi lent innan við brúna . Nokkurt brim var ,en lending tókst vel.
Þá er lokið 1. legg Guðna Páls á róðrinum um Ísland - Höfn í Hornafirði- Jökulsárlón.
Þessi leggur er um 58 km frá upphafsstað í Höfn í Hornafirði og tók um 9 klst með 2 x stoppum á leiðinni. Flott hjá Guðna Páli. :)

Og í fyrramálið hefst leggur 2
Meira á morgun ;)

Krækja

Myndir plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872594261354499457
plus.google.com/photos/11326675796839424.../5872738163360116850
Íslandskort -staða hringróðurs
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum