Hringróður um Ísland ,2013

14 ágú 2013 15:27 #1 by Guðni Páll
Jæja kæru vinir þá er Hringróðri umhverfis Ísland lokið þetta sumarið og eins og þið flest hafið lesið um þá hefur Sævar Helgason skrifað af sinni stöku snild um ferðalagið þegar eitthvað markvert hefur verið að gerast hjá mér og langar mig að þakka honum kærlega fyrir að gefa tíma sinni í þetta og upplýsa ykkur sem heima sátuð um gang mála. Ég veit að fjölmargir kíktu hérna við mörgum sinnum á dag og reyndist þetta fjölskyldu og vinum mínum mjög vel þegar illa gekk að ná í mig þá gat Sævar lesið útúr spottækinu og sagt þannig frá gangi mála. En ég á enn eftir að lesa þetta allt en efast ekki um að þetta sé frábær skemmtun og fróðleg. En ég setti saman smá þakka video svona til að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á pló og stóðu þétt við bakið á mér hér er það.Bestu kveðjur Guðni Páll Viktorsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2013 19:38 - 02 ágú 2013 19:38 #2 by Andri
Til lukku með áfangann.
Glæsileg frammistaða!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2013 10:19 #3 by palli
Já, það er óhætt að óska innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Sérstaklega erfiðar aðstæður í sumar gera afrekið enn stærra.

Andskoti ertu hraustur drengur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2013 09:43 #4 by GUMMIB
Til hamingju Guðni hraustlega gert.

Og Sævar takk fyrir alla skemmtilegu pistlana sem gerðu öllum mögulegt að fylgjast með.

Kv.
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2013 07:38 #5 by maggi
Innilega til hamingju með þetta Guðni þú ert ótrúlega seigur að halda þetta út í öllu þessu mótlæti.
kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 23:51 #6 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 22:55 - 02 ágú 2013 00:23 #7 by SPerla
TIL HAMINGJU! Það var vel við hæfi að skálað var fyrir Guðna Páli í félagsróðri í kvöld.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 22:25 #8 by Orsi
Stórkostlegt. Það er engin spurning að þessi hringróður var farinn við mest krefjandi skilyrði í sögu hringróðra, frá upphafi til vorra daga. Til hamingju með hringinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 22:18 - 01 ágú 2013 22:18 #9 by Össur I
Já sæll, engu smá afreki hér lokið hjá róðrar-snillingnum okkar Guðna Páli.
Hef alltaf litið upp til Gísla HF fyrir sitt afrek og nú bætist Guðni Páll í hópinn. Þvílík snilldar afrek hjá þessum mönnum.
Innilega til lukku með þetta kæri vinur.
Kv Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 21:25 #10 by Steini
Hringnum lokað, hvað gerir maður nú ???
Það er búið að vera bæði gaman og spennandi að fylgjast með þessu hér og ekki laust við að maður hafi orðið ögn stressaður á köflum, en að róa hringinn er gríðarlegt afrek.

Óska ég Guðna Páli til hamingju, hann kláraði þetta með glæsibrag

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 19:42 - 01 ágú 2013 23:36 #11 by Sævar H.
Guðni Páll ,kayakræðari
Sigur í höfn á Hornafirði.

Nú þegar Guðni Páll er lentur í fjörunni við Höfn á Hornafirði er róðrinum á kayak um Ísland lokið – hringnum er lokað. Það eru 3 mánuðir frá því lagt var upp í fyrsta róðrarlegginn og 55 róðraleggjum síðar er sigur í höfn- 2140 km róður að baki .

Glæsilegt afrek hjá Guðna Páli.

Það var úti í Engey á Kollafirði þann 26. apríl 2013 þegar við félagar í Kayakklúbbnum vorum staddir þar á félagsróðri, sem sú hugmynd kom upp að þessi fyrirhugaða hringferð Guðna Páls myndi færð frá degi til dags á heimasíðu Kayakklúbbsins .

Við vorum þarna þrír , Reynir Tómas Geirsson,Guðni Páll og undirritaður sem fórum yfir stöðuna og vorum sammála um að þetta væri góð leið, að til yrði samtímasaga róðursins um Ísland, sem Guðni Páll var að leggja upp í .

Verkið verði tileinkað kayakíþróttinni á Íslandi .

Og það varð ofaná að ég tók verkið að mér.

Guðna Páli hafði ég kynnst lítils háttar í Öxney á Breiðafirði þar sem við deildum smá túnbleðli undir tjöld okkar til einnar nætur , er við vorum á 3ja daga róðri með Kayakklúbbnum.

Þau kynni nægðu mér til að fá þá trú að Guðni Páll hefði þá eiginleika til að bera-að hann gæti sigrað í þeirri miklu þrekraun sem ég vissi að biði hans-en ég fylgdi Gísla H. Friðgeirssyni – þá leið úr fjarlægð árið 2009 og var því vel kunngt um þessa þrekraun.

Ekki er hægt að bera saman róður umhverfis Ísland, milli manna.
Það er svo margt sem skilur að.
Veðurfar og sjólag eru helstu þættir . En lang stærsti þátturinn er samt sá andlegi. Að róa fyrir þverhnípt bjarg í sjávarólgu-vitandi að það er straumþungi handan bjargsins-og ókunnur aðstæðum- taka ákvörðum um að „leggja íann“ er eitt dæmið.
Brimlendingar við ströndina –taka rétta öldu og óvissa um aðstæður í fjörunni-er grjót ?
Sótsvörtþoka á margra klst róðri langt á hafi úti-eftir siglingatækjum einum og einn á ferð.
Allt reynir þetta á andlegt þrek og styrk.
En það reynir líka á einbeittan vilja, líkamlegt þrek, þrautseigju og góða dómgreind

Sá sem sigrað hefur með hringróðri um Ísland, á kayak , er hreinn og klár afreksmaður.

Hamingju óskir með afrekið , Guðni Páll

Takk fyrir 3 ja mánaða samveru , daglega –úr fjarlægð –en þó í mikilli nálægð -sem aldrei bar nokkurn skugga á.

Þakkir til þeirra sem veittu aðgang að myndum sem voru órjúfanlegur þáttur þessara pistla.
Og á engan er hallað þó ég nefni sérstaklega Mats Wibe Lund fyrir þann höfðingssakap sem hann sýndi með að veita aðgang að öllu myndasafni sínu á netinu, sem til þyrfti-miklir gullmolar af landinu okkar

Nú er þetta lokapistill minn á þessum vettvangi „Hringróður um Ísland.2013 „

Takk.
Hringnum um Ísland lokað
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2013 13:08 - 01 ágú 2013 19:14 #12 by Sævar H.
55. róðrarleggur: Hvalneskrókur – Höfn á Hornafirði
Höfn á Hornafirði
Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats
Fimmtudaginn 1.ágúst 2013 kl. 13:00 leggur Guðni Páll upp frá Hvalneskrók við Eystra Horn.
Þetta er væntanlega síðasti áfanginn á 2140 km róðri umhverfis Ísland.

En ekki er ráðlegt að fagna leikslokum fyrr en Guðni Páll rennir kayaknum uppí fjöru á Höfn á Hornafirði.
Reynslan af veðráttunni hefur kennt það

En veðurútlitið er óstöðugt þar sem NV átt er yfir Vatnajökul -hvöss á jöklinum -það orsakar sterkar vindhviður N og NV
allt uppí 20 m/sek .
En sjólagið er logn með landinu.
Þetta veldur því að Guðni Páll mun róa þétt með landinu og þoka sér þannig til Hornafjarðar.

Vegalengdin er um 40 km .

Nú fylgjumst við spennt með okkar manni á þessum síðustu km af þessari löngu leið sem allur róðurinn um Ísland, spannar.

Veður: NV með hvössum vindhviðum

Sjólag: Stillt í sjóinn með landinu.

Fréttir af róðrinum birtast hér ,eftir tilefnum:

Kl. 14:48 Nú hefur Guðni Páll lagt að baki 15 km leið af róðrinum til Hafnar á Hornafirði.
Eftir eru 30 km.
Hann hefur róið þétt með sandfjörunni þarna við Jökulsá í Lóni.
Hann hefur náð um 7.5 km meðalhraða það sem af er.
Þannig að væntalega fær hann vindhviðurnar á bakið.
Nú er stutt eftir í Papós þar sem hann ætlar að meta stöðuna með framhaldið- hvort fært verði fyrir Vestra Horn og með Stokksnesinu allt til Hornafjarðar.
Við bíðum þess ;)

Kl 15:47 Nú er ljóst að Guðni Páll stefnir ótrauður á að ná til Hafnar á Hornafirði nú fyrir kvöldið.
Hann er að fara með ströndinni útaf Vestra Horni og því ljóst að hann stoppar ekki í Papós.
Það hefur verið mjög góður gangur hjá honum eða 7.5 km/klst frá Hvalsneskrók.
Hann hefur lagt að baki > 23 km og á eftir um 20 km til Hafnar á Hornafirði .
Líklegt er að hann geti verið í fjöru á Höfn um kl 19 í kvöld en það fer eftir vindálagi. ;)

Kl. 19:10 Guðni Páll er nú í þessu að róa inn um innsiglinguna í Hornafjarðaós. Hann lendir á Höfn í Hornafirði eftir fáeinar mínútur og lokar þar með hringróði sínum um Ísland.
Þessi síðasti áfangi hefur verið bæði auðveldur í upphafi en síðan ofurerfiður í lokin vegna mótvinds.
En Guðni Páll fær nægan tíma til að hvílast að verki loknu. :)
Meira síðar

Kort af áætlaðri róðrarleið
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2013 20:34 - 30 júl 2013 22:00 #13 by Sævar H.
Að loknum 54. róðrarlegg
Þungur sjór

Það var gott í veðurkortunum í morgun þegar Guðni Páll lagði upp og sjólag virtist ætla að vera skaplegt.
Það breyttist fljótt eftir að Guðni Páll var kominn skammt suður af Djúpavogi.
Vindur fór vaxandi og á móti .
Aldan fór einnig að aukast og ekki löngu seinna var komin svarta þoka.
Það var ekkert annað í spilunum hjá Guðna Páli en að halda áfram stefnu sinni á Hvalneskrók.
Og veður og sjór hélt áfram að versna eftir því sem á leið.
Á spottækinu sást að margar stefnubreytingar voru gerðar sem ekki voru skiljanlegar-en þá var Guðni Páll að leita eftir hugsanlegum lendingarstöðum.
Allstaðar sama sagan- ólendandi vegna brims og grjóturðar í fjörum.
Eitt sinn hélt ég að hann væri að taka land við Þvottá - sem að öllujöfnu hefði verið góður staður að lenda á- en sama sagan-ólendandi.
Og ekki komst hann í matarboxið aftan til við sig vegna sjógangsins- hann var því matarlaus við þessar aðstæður.
En vatn hafði hann- en það er orkulaust-þó gott sé.
Og þegar hann er kominn að Þvottárskriðum nær hann að hringja í mig og leitar aðstoðar.
Ástandið kom mér alveg á óvart.
Og í örstuttu samtali ráðlagði ég honum að huga ekki frekar að lendingum fyrr en hann næði að Hvalnesi og fara í Hvalneskrók -en þar væri því sem næst sjólaust í þessu ástandi.
Og ég skýrði nákvæmlega hvaða leið hann ætti að fara.
Á spottækinu virtist þetta allt stefna í gott mál og hann kominn í Hvalneskrók.
Þegar ég næ símasambandi við hann þar - þá var ljóst að GPS tækið hans var ekki með sjókorti og þvi engar upplýsingar um allan þann skerjafláka sem er norðan og austan við Hvalnesið - og hann í sótsvartri þoku.
Gæslan hafði einnig haft samband um talstöð þegar þeim var staða hans ljós - og þeir leiðbeindu honum fyrir Hvalnesið og inn í Hvalneskrók.
Guðni Páll var sloppinn fyrir horn.
Þegar upp var staðið taldi Guðni Páll þetta þann mesta háska sem hann hafði lent í á allri ferðinni.

Þar lagðist á eitt . Mikill vindur, mjög erfitt sjólag,svartaþoka, enginn matur í um 7 klst við mikið erfiði, sjókortalaust GPS tæki og skerjagarður sem honum var ekki ljóst að væri þarna norðan og austan við Hvalnesið.

Nú verður hann sennilega veðurtepptur þarna við Hvalnesið þar til á fimmtudag.
Þá er það staða róðurs um Ísland
Það eru aðeins 45 km eftir til Hafnar á Hornafirði og hringnum lokað
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2013 17:09 #14 by palli
Ef það ætlar einhver austur og róa síðasta spottann með Guðna Páli þá eru hér upplýsingar um tvo Hornfirðinga sem hafa áhuga á að taka á móti kappanum. Það væri skemmtilegt að geta slegist í hóp með þeim - alltaf gaman að róa með heimamönnum á þeirra slóðum. Stefan gsm 8613185 og Hilmar gsm 8963736

Frábært að sjá að hann er að hafa þetta af drengurinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2013 09:42 - 30 júl 2013 16:18 #15 by Sævar H.
54. róðrarleggur : Djúpivogur - Hvalneskrókur
Eystra –Horn . Hvalnes
Ljósmynd, Mats Wibe, www.Mats
Nú þegar Guðni Páll leggur upp í sinn 54. róðrarlegg , um kl. 09:30 , liggur leiðin frá Djúpavogi og allt til Hvalneskróks undir Eystra Horni .
Þetta er 38 km róðrarleið.
.
Þar sem nú fer að halla að leiðarlokum bæði hjá Guðna Páli og einnig hjá síðuskrifara , með þessa pistla – þá er sett hér inn enn einn fróðleiksmolinn sem landið geymir í pússi sínu ,svona til gamans

Eystra Horn og Hvalneskrókur
Þetta er merkisstaður Eystra Horn. Fjallið sjálft er að mestu úr gabbroi.
En það er fleira. Fundist hefur gull,silfur ,kvikasilfur og fleiri málmar í fjallinu.
Upphaflega hét fjallið Hvalneshorn- en Eystra Horn var þá nafnið á því fjalli sem nú er kallað Vestra Horn og er austan Hornafjarðar.
Horn á Hornströndum var þá kallað Vestra Horn.
Svona þvælast hin merkustu nöfn og kennileiti landshornanna á milli.

Úr Hvalneskrók , sem við sjáum í krikanum á myndinni við sandinn og Hvalnesið, var mjög stutt að sækja á auðug fiskimið.
Norðlendingar fóru þangað á vertíðir á 15. öld og fóru þá þvert yfir hálendið og um Víðidal- sennilega gangandi.
Hvalneskrókur var löggilt siglingahöfn 1912 og viti þar reistur 1954.

Þannig að Guðna Páli kayakræðara eru allar sjóleiðir færar þarna um.

Tyrkir gengu á land á Hvalnesi 1627 ,en fólkið var svo heppið að vera í seli og slapp því með skrekkinn- en Tyrkir rændu eigum og spilltu búi...
Síðar kom í ljós að Tyrkir þessir voru sennilega Evrópubúar.... en Tyrkir skulu þeir heita...

En áfram með róðurinn.

Veður: Hægviðri með landinu en hvassara utar. Rigning í fyrstu en síðar þurrt

Sjólag : Gæti verið smá alda, 0. 7 m

Fréttir af róðrinum verða birtar hér eftir tilefnum:

Kl. 11:06 Nú þegar Guðni Páll hefur verið á róðri í um 1 1/2 klst hefur hann lagt að baki um 12 km leið frá Djúpavogi. Meðalhraðinn er um 7.1 km/klst síðasta klukkutímann, sem er mjög gott.
Aldan sem er, veitir honum lens.

KL 13:20 Guðni Páll er nú mótsvið við Kirkjusand hjá Þvottá skammt norðan við Þvottárskriður.
Hann gæti hafa fengið smá mótvind um sinn ,en það lægir þegar sunnar dregur.
Hann ætlar greinilega ekki að taka hvíldarstopp fyrr en í Hvarneskrók Hann á eftir um 14 km leið að Hvalneskrók.
Þar er nú 3 m/sek og 10 °C hiti ;)

Kl 15:58 Guðni Páll lenti rétt í þessu í fjörunni í Hvalneskrók og allt í lagi. Heyrði aðeins í honum.
Meira um þetta síðar.
Kort af áætlaðri róðrarleið


Þetta styttist : 2 dagar eftir til Hornafjarðar
Og nú þegar Guðni Páll er að nálgast lokamark sitt ,að róa á kayak umhverfis Ísland, þá er minnt á það góða markmið með þessari þrekraun ,sem er að styrkja hjálparsamtökin "Samhjálp" með áheitum. Hvatt er til þess.


Slóð á styrktarsíðuna er:
www.aroundiceland2013.com/aacuteheitasoumlfnun.html
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum