Spáð er hæglætis norðanátt á morgun og er buid ad akveda að rásmark Hvammsvíkurmaraþons verði í Hvammsvík og að endamarkið verði við Geldinganes. Engu að síður er gert ráð fyrir að ræst verði stundvíslega kl. 10. Keppendur og starfsmenn þurfa því að hittast við Geldinganes um 8:30 (myndi ég halda - nánar á korkinum), skipta í bíla og bruna af stað. Þar af leiðir að keppendur ættu að komast fyrr heim til sín en ella. Þess má geta að kjötsúpan er löngu komin í pottana enda er ekkert varið í splunkunýja kjötsúpu.
Eins og dagskráin mælir fyrir um verður ræst í hinu krefjandi og skemmtilega Hvammsvíkurmaraþoni laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. Sú breyting hefur verið gerð að í stað Haustródeós verður blásið til Tungufljótskappróðurs sem er ekki síður skemmtilegur. Í báðum keppnum ræðst hverjir verða krýndir Íslandsmeistarar!