Eins og dagskráin mælir fyrir um verður ræst í hinu krefjandi og skemmtilega Hvammsvíkurmaraþoni laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. Sú breyting hefur verið gerð að í stað Haustródeós verður blásið til Tungufljótskappróðurs sem er ekki síður skemmtilegur. Í báðum keppnum ræðst hverjir verða krýndir Íslandsmeistarar!

Maraþonróður er e.t.v. ekki fyrir hvern sem er en Hvammsvíkurmaraþonið er engu að síður á færi flestra hraustra ræðara. Fyrir þá sem ekki vilja róa alla leið er boðið upp á liðakeppni og rær þá hver liðsmaður einn legg af þremur. Lið mega vera blönduð, þ.e. skipuð bæði körlum og konum. Þátttaka í þoninu er fínasta skemmtun sem sést best á því að menn mæta í það ár eftir ár. Þar að auki er boðið upp á sérdeilis ljúffengar samlokur í skyldustoppunum ásamt gosi að eigin vali og í markinu er boðið upp á ljúffengustu kjötsúpu sem fyrirfinnst norðaustur af Laxárvogi (þann daginn a.m.k).

 

Keppnin hefst stundvíslega kl. 10, annað hvort við Geldinganes eða í Hvammsvík en rásmarkið er valið með tilliti til þess hvernig vindar blása. Til að örugglega verði til nóg af kjötsúpu er mælst til þess að menn og konur tilkynni um þátttöku fyrirfram. Tilkynning er ekki bindandi og allt í lagi þótt einhver hætti við eða einhverjir bætist við á síðustu stundu, þá er bara smá vatni bætt út í súpuna. Tekið er við tilkynningum á korknum og í netfanginu runar.palmason@gmail.com

 

Keppnin er róin í þremur áföngum, 14,7 km, 13,5 km og 11,8 km  með tveimur skyldustoppum,  5min hvort. Fyrra stoppið er í sandfjörunni fyrir neðan svínabúið við Brautarholt, og seinna stopp er á Hvalfjarðareyri. Keppt er í karla og kvennaflokki og einnig hefur verið prófað að bjóða uppá liðakeppni við misjafnar undirtektir.

Meiri upplýsingar eru hér:

http://www.kayakklubburinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=55&Itemid=78

Straumræðarar munu væntanlega fjölmenna að Tungufljótinu á laugardag en stundvíslega kl. 16 hefst þar Tungufljótskappróðurinn. Honum var frestað í sumar vegna fyrirsjáanlegs þátttökuleysis og mun nú taka stað Haustródeósins. Þetta verður því eina straumkeppni sumarsins og sigurvegari í kappróðrinum verður því krýndur Íslandsmeistari.

Kappróðurinn byrjar fyrir ofan brúna yfir Tungufljótið sem er á veginum rétt eftir að ekið er framhjá Geysi. Á bakkanum verður boðið upp á hressingu og svalandi gosdrykki.

Haraldur Njálsson hefur yfirumsjón með keppninni, haraldurn@gmail.com

Meiri upplýsingar eru hér:

http://www.kayakklubburinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=58&Itemid=70