Tungufljóts Race 2009

22 feb 2009 05:35 #16 by Gummi
Tungufljóts Race 2009 was created by Gummi
Jæja þá er komi að því að þið látið skoðun ykkar í ljós kæru vinir.
Ég tók að mér að halda þetta mót og ætla mér að gera það í fullu samstarfi við ykkur straumendurnar.
Mín hugmynd er að halda mótið fyrstu helgina í júlí og nota allan daginn í þetta.
Þar sem stór hópur ræðara er að vinna hjá \"Arctic Rafting\" yfir daginn þá er mín hugmynd að hafa mótið seinni part laugardags þegar allir kayakkarlanir og kerlurnar eru búnin að vinna. Við hin mætum samt snemma og gerum einhvað skemmtilegt. Sjálfur sé ég fyrir mér að einhverjir taki run niður Tungufljótið frá línuveginum, og einhverjir komi með mér og fari niður Hvítá frá Pjaxa eða einhvað álíka.
Það yrði fín upphitun fyrir mótið.
Stigakerfi mótsins verður auðvitað mjög frjálslegt.
Síðan verður verðlaunaafhending á staðnum eða á Drumbó, fer bara eftir aðstæðum.

Ég tek það fram að þetta eru bara hugmyndir og óska eftir að þið takið endilega þátt í að búa til skemmtilegt straumkayakmót.

Annað sem ég er að burðast með í huganum er að reyna að búa til leikholu fyrir neðan brúnna yfir Tungufljót vinstra megin þar sem áin rennur niður af skriðuni mætti reyna að búa til fyristöðu í ánni sem myndar öldu og holu. Ég sá þetta gert á myndum af móti í Wales eða Skotlandi og er að reyna að finna þetta eftur á netinu en búnaðurinn sem notaður var til að búa til ölduna var mjög einfaldur.
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hvernig ætti að gera þetta þá eru allar hugmyndir vel þegnar.

Verið dugleg að tjá ykkur um mótið
Kveðja. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum